- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
53

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

53

eg kom til þfn og kveðja skal þig líka.
Eg tryggðir mínar bera vil of Bifröst,
svo ist mín verði ásum kunn í Valholl,
og goðborin með goðum skal hún búa,
og skoða sína mynd í skyggðum skjöldum,
á dúfuvængjum gegn um geima fljúga
og Gimil byggja þar, sem hún var áður
með Alföður — hvi ýglist ásinn góði
og ásýnd hylur fyrir dagsins birtu? —
í mfnum æðum eins og þínum rennur
ásablóð; ó seg, hvað viltu, frændi!
ástum get eg eigi fórnað þjer
og eigi \il; þær sama1 ei himni þfnum,
en hamingju minni’ í heimi get eg fórnað,
og frá mjer kastað, eins og drottning varpar
möttli sínum, og er þó sem áður
in sama fyrir það — eg svo vil gjöra;
og eigi skulu æsir þar í Valhöll
sig fyrirverða sakir frænku sinnar;
og því, sem kemur, kvíða skal eg eigi
sem kappinn. — Þarna koma sje eg Friðþjóf.
Hve trylltur, fölur! — Nú er öll von úti;
og illar fylgjur eru’ í för með honnm.
Vertu hraust, mitt hjarta! — kæri vinur!
seint um síðir — velkominu oss vertu!
vor skapardómur skín á enni þínu;
eg sje það glöggt« —

FRIÐÞÍÓFUR:

«En sjerðu þar ei líka
með dreyrgum rúnum sektir, heipt og háðung
og flótta’ og útlegð? —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free