- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
64

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

64

Hyggur þú, eg hvilist hjer á rósum,
og hlæjandi eg neiti gæfu minni,
og sliti harmalaust úr hjartamínu
vonir, sem með veru minni fæddust?
Varst þú ei mins bjarta morgundraumur? —
Friðþjófur hjet allt, sem fögnuð gaf mjer,
og allt, sem til er ágætt, stórt og veglegt,
i augum miüum var þjer ettthvað sviplíkt.
Þessa mynd þú mátt nú eigi deyfa
nje móti inni breyska reynast harður,
mót henni, sem að hlýtar nú að fórna
því hlutskipti, sem dýrast var á jörðu,
og dýrast myndi i ValhöiL Þessi fórn
er fullþung samt. Ó, Friðþjófur! eg ætti,
ef til vill, heldur skilið nokkra huggan.
Að annstu mjer, eg veit og lengi’ hef vitað,
og minning Ingibjargar mun þjer lengi
fylgja á ferðam þínum ár frá ári;
en sorgin dofnar þó við sverðakviður
og svífur til og frá með hvikum öldum,
og dirfist ei að setja sig að sumbli,
er sigurminni drekka garpar ungir;
en við og við hún vitjar má ske þín,
er næturkyrrðin kallar aptur liðna
daga’ í buga þjer, og hljóð og náföl
mun þjer birtast mynd, er vel þú kennir,
er kveðju ber frá kærum æskustöðvum.
Það er brúður þín frá Baldurshaga.
Hennar svip þú hrekja mátt ei frá þjer,
þótt hann þrútinn sýnist; mundu heldur
að hvísla ástarorð í eyra honum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free