- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
83

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

83

ei svartan reyk þar sá hann
nje sóti roðinn ás,
en kriatalU glugga gljáan,
og greipta hurð með lás.

Þar silfurhríslur hengu
með hundrað fögur ljós;
um salinn glóðir gengu
af geislum eldasjós,
og steiktur heiti við horfði
þar hjörtur kátri sjót
með búin horn á borði,
og beygði gylltan fót.

En bak við sveina’ í salnum
stóð silki- fögur -lofn,
sem brosi blóm í dalnum
á bak við hríslustofn :
það liðast lokkar svartir,
það leiptrar meyjar brá,
það blika vangar bjartir,
það brosa varir smá.

Á svásum silfurstóli
á sæti ríkur jarl;
af ljósu linnabóli
sá lofðung glóði snjall,
með gylltan hjálm og hringa
og harla dýran feld;
logaði bragnings bringa
af bjartra stjarna eld.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free