- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
146

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

af skíra silfri brosti þar ið blíða goð •
sem tungl í fylling heiðum nætur-himni á.

í bofið inn nú glæstar meyjar ganga tólf,
í hvítum. klæðum, tvær og tvær, með rós á kinn
og rós í hjörtum. Framml fyrir Baldurs mynd
um vígðan stall þær stign danz, sem sumarblær
um voga þjóti’, og huldur danzi hól f kring.
Þær súögu helgan söng um leið, og sðgðu frá,
hve góður Baldur var og vinsæll öllom heim,
og hve hann Helju gisti fyrir Haðar ör,
en haf og jörð og himinn grjetu. Söngvar þeir
ei líktust þeim, er megu kveða mennskir menn,
en líktust goða unaðsóm úr æðra heim;
það líktist því, ef heyrðust meyjar hjartaslög",
sem grætur horflnn ástvin sinn um auða nótt,
er þrestir kvaka’ í kyrrum iund og máninn skín.
En hetjan stóð þar hjá og studdist hjör sinn við,
og horfði’ á frá sjer numinn; fögur bernskutíð
í hýrum myndum sveif þá fyrir sjónir hans;
rjett eins og bjarthærð, bláeygð, býr og saklaus börn,
hans æskuminjar brostu honum blítt á raót.
Og likt og blóðgur skuggi veik hans víkingslíf,
og huldist nótt með orrustur og æfintýr;
á haugi þess sem blómum krýndan bautastein
þá sýnist honura sem hann líti sjálfan sig.
Og þá með söngnum fagra hóf sig hugur lians
frá jarðar lágu vengi upp í Yalaskjálf,
og hatur manna’ og heiptargeð hann bjaðna leit
sem klakabrynju’, er brattan spennir bjargafót,
m6t vorsól, — og í hetjubrjósti hans þá spratt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free