- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
152

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

á ßkjaldrönd illrar Skuldar, sem að engi gat.

Hans heróp friður var, og mannást var hans mæra sverð,

og sakleysið sem dúfa hvfldi’ & hjálmi hans;

hann breytti vel, hann fyrirgaf, hann fræddi’ og dó;

und fjarrum pálma’ er ljósum laugað leiði hans.

En kenning hans, að sagt er, gengur dal frá dal,

er hjörtu bræðir hörð og tengir hendi hönd

og stofnar friðarríki sitt á fagri jörð.

Eg kennr ei vel þá kenning hans, en við og við

á góðum stundum þó eg leiddi grun um slíkt;

sá grunur liggur djúpt í hjarta hvers eins manns.

Eg veit, sú fræði eitt sinn kemur og til vor

og veifar dúfuvœngjuro yíir vora byggð,

en þessa fold þá fáum vjer ei sjónum leitt;

of gleymda hauga vindar þjóta’ í viði þá.

Þú, gæfudrýgri þjóð, er giptu til þess nóga ber

að eygja leiptur ljóma þess! þjer heilsa eg;

heill þjer, ef Jjokumökkur þá hver flýr, sem nú

með rökum bólstrum byrgir lífsins blfðu sól 1

En þótt svo fari, fyrirlíta mátlu ei

inn heiðna mann, er guðdómsskinið góðum hug

æ þráði að sjá, og aldrei sneri augum frá;

því Alfaðir er einn, en margir þjónar hans.

Þú hatar Belasyni, en hvi hatar þú?

þeir vildu’ ei gipta systur sína þjer, sem er

einn bóndason, en buðlungsdóttir komin er

frá Óðins syni, Semingi, og þeirra kyn

til Valhallar má rekja; von er því til þess,

að ofmetnaður vakni; veit eg, munir þú

það hending kalla’, en engan kost. Af kostum ei

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free