- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M3:14

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

andi, verður hann meira vakandi og
órólegur. Þó er mjög vafasamt, hvort
nokkur taugaveiklun getur stafað af
skorti á svefni.

Georg Herbert Palmer, prófessor
í heimspeki við Harvardháskólann,
er andaðist fyrir 10 árum, 91 árs,
var vanur að segja nemendum
sín-um frá þvi, að hann hefði aldrei
get-að sofið næturlangt frá því hann
varð fullvaxinn. Hann svaf sjaldan
lengur en tvo tima í einu, svo lá
hann vakandi einn eða tvo tima. En
hann komst að raun um, að hann
hvíldist, ef hann lá hreyfingarlaus í
rúminu, án þess að hugsa um
nokk-uð alvarlegt mál. Þannig tókst
hon-um að sigrast á örvinglun hins
svefn-lausa og hóf dagsverk sitt á hverjum
morgni, engu hnuggnari en þeir, sem
nutu eðlilegs svefns.

Georg B. Wilbur skýrir frá því, að
reynsla prófessors Palmers hafi
orð-ið sér til bjargar, þegar hann var
við nám í Harvardháskólanum. —
Aðferðin var fljótvirk, segir dr.
Wil-bur. Þau óþægindi, sem svefnleysið
hafði áður valdið mér hurfu
alger-lega. Ógæfan er sú, að maður snýr
sér ótal sinnum í rúminu og kvelur
sig með áhyggjum yfir þvi að geta
ekki sofið. Það eru þessar áhyggjur,
sem kallast svefnleysi. Raunverulega
held ég að svefnleysi sé ekki til.

Siðustu setninguna er þó rétt að
taka með varfærni. Dr. Wilbur
held-ur áfram: — Oft á tíðum kemur
eft-irfarandi atburður fyrir á
sjúkra-húsum: Sjúklingur nokkur kvartar

yfir því, að sér hafi ekki komið dúr
á auga alla nóttina; hann er þess
fullviss, af þvi hann hefur heyrt
klukkuna slá á hverri klukkustund.
Sannleikurinn er sá, að hann hefur
sofið vel og eðlilega, samkvæmt
framburði vökukvennanna. Hann
hefur ef til vill verið vakandi í
tutt-ugu minútur, og þessar minútur hafa
orðið að allri nóttunni í ímyndun
hans. Þessvegna er ég tortrygginn
gagnvart svefnleysi. Eg hef líka
orð-ið var við menn, sem óttast
svefn-inn, af því að þeim er gjarnt til að
fá martröð — og svefnleysi þeirra
stafar þá af því.

PN þrátt fyrir allt þetta, þá er
svefnleysið plága, sem þjáir
marga, rýrir starfsþrótt þeirra og
lífsgleði. Líklega er það ein sú mesta
raun, sem fyrir nokkurn mann
kem-ur, enda þótt hann reyni að hafa
hemil á hugsunum sinum og
vöðva-hreyfingum, þegar hann Uggur út
af. Það er enginn hægðarleikur að
vikja frá sér þeim vandamálum,
sem ásækja heilann. Þessvegna
not-ar einnig stór hópur manna ýms
svefnlyf.

En notkun svefnlyfja er ákaflega
varhugaverð. Það kemur oft fyrir að
í stað þess að ró færist yfir
sjúkling-inn, komi óróleiki og æsingur,
elnk-um er þetta titt hjá konum.
E’.m-fremur er það algengt, að þeir sem
neyta svefnlyfja nokkuð að ráði, geta
að lokum alls ekki án þeirra verið.

14

H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free