- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M3:33

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ar eins og elding. Já, þetta villidýr
ætti að deyja. Annaðhvort jókst
henni skyndilega afl, eða kraftar
hans minnkuðu, því að henni tftkst
með snöggu átaki að hrinda honum
frá sér. Hann tók nokkur skref
aft-ur á bak og riðaði.

Hún var laus! Hún leit til
dyr-anna, sem láu út að garðinum. Hún
gæti ekki flúið þá leið, því að hann
myndi von bráðar elta hana uppi.
En það var einn möguleiki til, ef
hún var snör. Hann hafði enn ekki
náð jafnvæginu, en stóð eins og
blindur maður upp við stólbak. í
örvæntingu og reiði réðist Jolette
á hann og hrinti honum af öllu afli.
Hann datt og kom með höfuðið
nið-ur á hvasst horn á spönsku borði
í fallinu. Svo lá hann
hreyfingar-laus.

Jolette vissi að hún mátti engan
tíma missa, ef henni átti að auðnast
undankoma áður en hann risi aftur
á fætur. Þó gat hún ekki hreyft sig.
Það var eins og hún væri lömuð.
Hann lá þarna grafkyrr á bakinu
með útrétta arma og fótlggi.

Henni fannst andlit hans svo
ein-kennilega óviðfeldið. Það stakk svo
í stúf við skraut og fegurð
herberg-isins.

Hörundslitur hans hafði verið
rauður, en var nú náfölur. Henni
datt í hug, hvort ljósið ylli þessum
litbrigðum, en þá tók hún eftir því,
að þau vörpuðu rauðleitri birtu.

Hún leit á handleggi sína og
hend-ur, sem voru rauðleit í rafljósinu. En
hann lá þarna undarlega fölur.

Augu hans voru opin, en þau sáu
hana ekki, heldur störðu
hreyfingar-laus og sljó upp í loftið. Hann hlaut
að hafa fallið í öngvit. En einmitt
það var bezt fyrir hana. Hún
nálg-aðist hann varlega. Hún mundi allt
í einu eftir skrítnu atriði, sem hún
hafði endur fyrir löngu orðið
sjónar-vottur að. Hún hafði séð mús sleppa,
sem köttur hafði náð, en skríða svo
hægt aftur í áttina til kattarins.
Hún hafði verið hissa á þessari
heimsku músarinnar, en þó bjargað
þessu litla sefjaða dýri frá því að
lenda í klóm kattarins.

Nú stóð hún i sporum músarinnar,
en sá var munurinn, að enginn var
nálægur henni til hjálpar.

Dowing hafði dottið þétt upp að
snjóhvítum ísbjarnarfeldi. Sér til
skelfingar sá Jolette skyndilega, að
feldurinn litaðist rauður út frá sári
á höfði Downings.

Hún óskaði þess af alhug, að
mað-urinn hreyfði sig, þótt ekki væri
nema litla fingur. Hún myndi hafa
orðið himinlifandi af fögnuði, ef
hann hefði litið á hana, þótt
augna-ráðið yrði bæði ásakandi og
fúl-mannlegt. Þá myndi þún óðara taka
sprettinn út úr þessu þögula og
and-styggilega húsi.

Hún var hætt að hata þennan
mann. Ætti hún að kalla á Ito, til
þess að aðstoða húsbónda sinn? Nei,
ekki fyrr en þessi ótti, ótti sem hún
vissi ekki af hverju stafaði, væri
lið-in hjá.

„Vaknið þér!" sagði hún.
„Down-ing! Vaknið þér! Svarið þér mér!"

33 H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free