- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M3:47

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg vissi, að í hans augum var
þetta einungis bróðurlegur koss. En
mér fannst kossinn vera eins og
sterkt áfengi. Eg fekk suðu fyrir
eyrun og blóðið þaut um æðar mér
Eg varð ölóð af nærveru Joels.
Vor-ið og æskan tóku völdin.

En ég áttaði mig brátt og við
gengum út. Joel hafði rétt að mæla.
Auðvitað hefði Karla ekki viljað að
við værum hrygg. Hún hefði
jafn-vel einmitt viljað að við Joel
gæt-um hlegið og skemmt okkur saman.

Næsta hálfa mánuðinn, sáumst
við Joel á hverju kvöldi. Eg
furð-aði mig á því, hvernig eg hafði
get-að lifað áður, án hans. Og ég
forð-aðist að hugsa til þeirrar stundar,
er hann færi aftur. Þá lokaði ég
aug-unum og hugsaði um liðandi stund.

Einu sinni tók Joel eftir þessu. Við
vorum í stórum fjallaskála meðal
fjölda fólks. Víð dönsuðum í
fjalla-blænum og danstónarnir sveipuðu
heillandi töfrahjúpi umhverfis
okk-ur. Mér varð hugsað til báranna,
sem brotnuðu tunglskinshvitar á
gullinni sjávarströnd, er sætur
ilm-ur næturfjólunnar, blandinn angan
annarra blóma, barst með
kvöldkul-inu af stað til hafsins.

— Hér er dásamlegt, sagði Joel.
Mér verður ósjálfrátt hugsað heim.
Þú yrðir hrifnn af Suðurríkjunum,
Susy. Þegar ég kem þangað
aft-ur —".

Eg þoldi ekki að heyra hann
minn-ast á heimförina.

— Joel, sagði ég óeðlilega hátt. Þú
ferð aftur — bráðum?

— Eg verð að fara næsta
sunnu-dagskvöld, svaraði hann dapur í
bragði.

A AÉR fannst allt snúast fyrir aug-

■*■ um mér. Annað kvöld yrði
síð-asta kvöldið, sem við gátum verið
saman. Joel, hefur víst fundist ég
vera eitthvað einkennileg. Hann leit
framan í mig og ég gat ekki varnað
nýjum og nýjum táraperlum að
hrynja frá hálfluktum augunum
niður vangana. Hann leiddi mig
strax út á svalirnar.

— Susy, sagði hann hissa.

Eg reyndi að brosa og sagði:

— Mér hafði ekki dottið í hug að
þessi ánægjulega dvöl þín væri á
enda. Eg þorði ekki að............

Eg var svo örvingluð og utan við
mig, að ég vissi ekki hvað ég var
eiginlega að fara, og sagði:

— Eg þorði ekki að hugsa um það.

Joel Iagði handlegginn utan um

mig. Eg hallaði höfðinu að öxl
hon-um og starði út í náttmyrkrið. Eg
sá stjörnurnar i táramóðu og fékk
grátekka.

Joel tók undir hökuna á mér og
hvíslaði:

— Susy! Heldurðu að þú munir
sakna mín svona mikið, vina mín?

í-jAÐ var engin þörf á lygi. Á milli
okkar voru engar hindranir.

— Já, Joel. En ég ætlaði ekki að

47 H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free