- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M3:59

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eruð þér góð húsmóðír?

1 ESIÐ eftirfarandi spurningar og

svarið þeim af einlægni. Þér fáið

2 stig fyrir hverja spurningu sem
þér svarið játandi, 1 stig fyrir hverja
þeirra, sem þér getið ekki svarað
ákveðið og ekkert stig fyrir þær sem
þér svarið neitandi.

Ef þér fáið samtals 21—28 stig,
eruð þér prýðileg húsmóðir. Ef þér
fáið 8—20 stig, er naumast þörf
fyr-ir manninn yðar að kvarta, en ef
þér fáið færri en 8 stig verðið þér
að breyta um vinnubrögð og betra
yður til muna.

1) Munið þér ávallt eftir
afmælis-degi mannsins yðar?

2) Eigið þér erfitt með að sigrast
á löngun yðar í nýjan kjól, ef þér
þurfið hans ekki með, en hafið
hins-vegar peninga til kaupanna?

3) Þykir yður ekki síður vænt um
manninn yðar nú, en þegar þér
vor-uð trúlofuð?

4) Getið þér stillt reiði yðar, ef
hann hefur orð á því að hatturinn,
sem yður langar í, sé of dýr?

5) Hafið þér miðdegismatinn
allt-af tilbúinn þegar maðurinn yðar
kemur heim?

6) Getið þér stillt yður um að
segja vinkonu yðar frá því, ef
eitt-hvert ósamkomulag hefur orðið milli
yðar og mannsins yðar?

7) Eruð þér svo dugleg að
mat-reiða, að maðurinn yðar hrósar yður
fyrir matinn?

8) Gætið þér þess að aldrei vanti
hnappa á föt mannsins yðar?

9) Fylgið þér manni yðar jafnt að
málum í blíðu og stríðu?

10) Eruð þér jafn umhyggjusöm
um útlit yðar inni sem úti?

11) Leyfið þér manninum yðar að
fá sér neðan í því, ef hann langar
til þess?

12) Má maðurinn yðar vera á
skyrtunni inni?

13) Ef maðurinn yðai" er þreyttur
og er illa við að fara út, sitjið
þér þá heima, jafnvel þótt yður
langi til þess að fara út?

14) Varizt þér að snerta nokkuð
á skrifborði mannsins yðar eða 1
hirzlum hans?

SPURNINGAR o* SVOR

|-jAÐ er ætlunin að birta hér
fram-vegis, undir fyrirsögninni
„Spurningar og svör", ýmsar
spurn-ingar frá lesendum. Svör við þeim
verða birt um leið.

Ritstjóra þessa dálks er í
sjálfs-vald sett, hvaða spurningum hann
svarar, en mun þó reyna að leysa úr
flestum þeim vandamálum, sem
send verða til úrlausnar.

Öllum er frjálst að spyrja og nota
dulnefni. Ef spyrjandinn óskar
held-ur að fá bréflegt svar, þarf hann
að senda burðargjald og
heimilis-fang sitt. Þagmælsku um nöfn er þá
heitið.

59 H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free