- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:20

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hamingjan er hér

Smágrein, sem á erindi til allra, eftir Ursula Bloom.

„Mikið hlakka ég til þess.
þegar kaupið mitt hækkar", seg-

ir skrifstofustúlkari. ,..... þegar

barnið er fætt", segir vanfæra

konan „____ þegar við Jón get-

um gifzt", segir unnustan.

Þær hugsa sér gæfuna í
fram-tíð, en ekki í nútið og að hún sé
bundin ákveðnum atvikum.

En þetta er rangt hjá þeim
Við erum sjálf mjög með þessu
marki brennd. >að er ekki fyrr
en um seinan, sem margir komast.
að raun um það, að hamingjan
er i nútíð og að hennar er fyrst
og fremst að leita hið innra með
okkur sjálfum.

Lítum aftur i tímann og
hug-leiðum ánægjustimdir okkar.
Þær eru færri en við gerum okkur
grein fyrir. Þegar ég gat veitt
mér eitthvað, sem ég hafði þráð.
hvarf löngunin. Ötrúlegt en satt.

Ánægjulegustu stundirnar sé
ég glöggt fyrir mér. Til dæmis
ýms atriði frá skólaárumun. Eða
þegar mamma ræddi við mig uppi
á Hamarsþrún (þá vorum við svo
fátæk, að ég leið oft skort).

Hajningjan kemur alltaf að
innan, aldrei að utan.
Utanað-komandi atvik leiða ekki til
á-nægju, þótt þú kunnir að halda
það. Einhver veitir þér ef til vill
hamingju, en ekki eitthvað, Góð-

ur vinur eða elskhugi getur veitt
þér gleði og ánægju, en það geta
hinsvegar auðæfi, virðing eða
völd alls ekki .

Höfuðatriðið er að skynja
ham-ingjuna, sem líðandi stund ber í
skauti sér. Líttu ekki um öxl með
þessum orðum: ,,Ó, .að ég hefði
þá vitað, hvað ég átti
hamingju-sama stund!" Það er
barnaskap-ur að fara yfir lækinn eftir
vatn-inu.

Stúlkan, sem vinnur fyrir
sult-arlauniun, hugsar oft sem svo:
"Ég vildi að ég ætti öll auðæfi
Margrétar frænku og fallega
hús-ið hennar". Ef ósk hennar
rætt-ist myndi hún þurfa að hafa
á-hyggjur af þjónustufólki, háum
sköttum og húsmóðurskyldum
sínum.

Og Margrét frænka hugsar sem
svo: ,,Ég vildi að einhver
mynd-arlegur maður kæmi og kvæntist
mér". Það er bara mjög hæpið
að giftingin yki fremur á
ham-ingju hennar en óhamingju. Hann
yrði stundum í súru skapi
(jafn-vel beztu menn eru ekki
sýrulaus-ir), þjónustustúlkan svæfi yfir
sig, maturinn brynni við,
upjphit-unin væri of lítil og barnið gréti!

Þú hreppir aldrei gæfuna, ef
þú gripur hana ekki á meðan
hún gefst og gætir liennar vel.

20

HEIMILISRmÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free