- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:59

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

gerður, sem er móðir annarar
frúarinnar og Þorsteinn, sem er
faðir Daða.

Gjafirnar eru: Eegnhlíf,
sjálf-blekungur, sígarettuveski, spegill,
hringur og ensk orðabók.

Maður Önnu fékk ensku
orða-bókina. Kona Daða fékk hvorki
sjálfblekunginn né regnhlífina.
Sá, sem fékk spegilinn var ekki
orðimi 30 ára. Það var
kvenmaðf-ur, sem fékk hringinn, en það
var ekki karlmaður, sem fékk
sígarettuveskið. Björg fékk
hvorki regnhlíf né spegil. Karl
kunni ekki ensku. Kona hans
reykti ekki. Tengdamóðir hans,
lá alltaf rúmföst og hann þurfti
því að annast viðskipti hennai’.
Faðir Daiða fékk ekki
regnhlíf-ina.

Spurningin er: Hver fékk
hvað?

Ein eldspýta eftir

Þegar ég leit í stokkinn minn
sá ég, að ég átti aðeins eina
eld-spjjjtu eftir. Ég þurfti að kveikja
i sígkrrettunni minni, á
gasvél-inni í eldhúsinu og í ofninum í
stofunni. Á hverju kveikti ég
fyrst?

Se.v ferhyrningar

Þú hefur tuttugu eldspýtur og
átt að mynda fimm ferhyrninga
inn í stórum ferhyrningi. Allir
sex ferhyrningarnir eiga að vera
búnir til úr þessum tuttugu
eld-spýtum og engin má vera
af-gangs.

Fjórir þrihyrningar og sex
eldspýtur

Það virðist vera ómögulegt
að mynda fjóra þríhyrninga með
aðeins sex eldSpýtum. En það er
framkvæmanlegt. Hvernig ferðu
að þvi, án þess að brjóta eða
kljúfa nokkra eldspýtu.

Veitztu það?

1. Hvenær lýsti Chamberlain
stríði á hendur Þýzkalandi?

10. maí 1939. — 1. október
1939. — 3. september 1939.

2. Hvar vann Napoleon
úrslita-sigur sinn yfir Prússum árið
1806?

Austerlitz. — Jena> —
Tann-enberg — Cales.

3. Hvaða ár fannst Nýja
Sjá-land?

1593. — 1H42. — 1777.

4. 1 írska frelsijjtríðinu var
heróp Ira: „Sinn Fií.n’ En hvað
þýða orðin?

Frjálst ríki — Fyrir okkur

— Eyjan græna. - ■ Við sjálf.

— Óttumst ekkert.

5. Hvert er stærsta stöðuvatn
heimsins ?

Superiorvatn- — Ladogavatn.

— Aralvatn.

6. Hver eftirtalinna skálda er
höfundur kvæðabókarinnar
Strengleikar, sem út kom í
Reykjavík 1903?

Einar H. Kvaran. —
Guð-mundur Guðmundsson. —
Bene-dikt Gröndal.

Svör á bls. 62.

HEIMILISRITIÐ

59

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free