- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:21

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Loksins lenti hann í

ÆVINTÝRI

t»að gerist margt óvænt
í þessari ágætu smásögu

D OB Tompson leiddist. Hann

’ gekk um gólf i íbúð sinni.
og vissi ekki hvað hann átti af
sér að gera. Það var
laugardags-kvöld og hann var nýkominn
heim, eftir að hann hafði borðað
góðan kvöldverð á veitingahúsi.

Bob var maður á bezta aldri.
tæplega þrítugur, ekki ósnotur
og rétt iaglega vaxinn. Hann átti
verzlun i Piccadilly, sem gekk
dável, og var sæmilega efnum
búinn. Ættingja átti hann enga
á lífi. Og þar sem hann var
ó-lofaður og ókvæntur, vildi það
stundum við brenna, að lif hans
yrði nokkuð einmanalegt og þar
að auki tilbreytingarLaust.

Þetta kvöld fannst honum
til-veran óvenjulega köl’d . og grá.
Hann staðnæmdist stöku sinnum
við simann og horfði á hann
hugsandi. En það freistaði hans
ekki að taia við neinn af vinum
sínum og kunningjum. Og
ein-mitt núna uppgötvaði hann það
í huga sér, að Ann vinkona hans
var ekkert ákaflega skemmtileg
stúlka.

í raun og veru hafði hann
alltaf langað til þess að kynnast
stúlku, sem var öðruvísi en allar
aðrar stúlkur, sem ekki beið þess
fægð og strokin heima hjá
for-eldrum sinum, að geta nælt sér
i góða fyrirvinnu. Það virtist vera
eina hugsun og takmark allra
ungra stúlkna, sem hann þekkti.
En hvernig í skollanum getur
maður komizt í kynni við
nokkr-ar óvenjulegar stúlkur.

Hvern fjandann sjálfan átti
hann að taka til bragðs?

Hann staðnæmdist andartak
fyrir framan vínskápinn. En’hann
hafði þegiar fengið reynslu af
því, hversu ömurlega leiðinlegt
það er að drekka sig fullan í
ein-rúmi.

Nei, það sem hann þurfti, var
að lenda í einhverju verulegu
ævintýri. Hann hafði aldrei lent
í ævintýri um dagana, en alltaf
langað til þess.

Að síðustu bar óróleikinn hann
ofurliði. Hann tók hatt sinn og
frakka og gekk út á götu. Hann
labbaði lengi án þess að hafa
nokkurt takmark fyrir augum.
Það voru skúraleiðingar og
loft-ið var þrútið og dimmt. Hann
hafði frakkakragann uppbrettan

HEIMILISRITIÐ

21

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free