- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:54

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hittum við fröken Jeffreys. Það
hafði eitthvað orðið að og hún
var gangandi. Ashley heilsaði
henni og hún fór með okkur i
bílnum til borgarinnar. Eftir að
við höfðum ekið henni heim til
sin og kvatt hana, spjölluðum
við dálítið um hana. Mér var
kunnugt um, að þér þurfið á
nokkrum ungum stúlkum að
halda í kvikmyndinni yðar, sem
á að fara að taka, svo að mér
datt í hug, að það sakaði ekki
þótt ég minntist á hana við
yð-ur".

Þetta lét trúlega í eyrum. En
ef Irma hefði haft hugboð um
atburði nánustu framtiðar, nefði
hún ekki sleppt þessari stúlku
gangandi um nóttina. Hún hefði
þá heldur ekið henxú með sér
og —. En það var of seint að
hugsa um þetta nú.

Fyrst datt Irmu í hug að finna
einhverja afsökun, til þess að
komast hjá því að uppfylla ósk
Beldens. En svo hugsaði hún
sem svo, að ef til vill væri
skyn-samlegra að hafa sjálf vákandi
auga á Jolette. Það gat verið
að Belden hefði meiri áhugai á
henni, en hann lét i veðri vaka.
Og hún mát.ti ekki vekja eða
sýna tortryggni. Þvert á móti.
hún ætlaði að vinna Jim með
ástúðlegri framkomu.

„Gott!" sagði hún
vingjarn-lega. „Kynnið þessa ungu stúlku
fyrir mér, þá skal ég sjá hvernig
mér lízt á hana. Og ef ég álit

54

hana hafa einhverja hæfileika,
skal ég senda liana til Vaugham
með meðmælabréf frá mér. Ég
skal gera það sem ég get. Er
ég nú ekki góð?"

„Jú, reglulega góð", sagði
Beld-en hlýlega.

„En annað verður auðvitað
allt að bíða, þangað til eftir
jarð-arförina", sagði hún. „Þér skiljið
mig".

„Já, já", svaraði Belden.

Það munaði minnstu, að hún
gæti ekki varist brosi. Ef hann
hefði hugmynd um, hvernig í
öllu lá? Belden var skringilega
gamaldags gagnvart kvenfólki.
En henni leizt i rauninni betur á
hann þess vegna. I hennar
aug-um var hann óvenju laglegur
karlmaður. Dökkhærður og
þrek-vaxinn. Bláu augun hans voru
bæði glettnisleg og blikandi.
Hak-an var þróttmikil. Henni leizt i
stuttu máli sagt, betur á hann
en nokkurn annan mann sem hún
hafði hitt á lífsleiðinni. Og hún
var ekki sú eina sem þannig
var ástatt um. Hún vissi að hún
var líka falleg sjálf. Þótt hún
væri farin að eldast dálitið, þá
áleit hún sig ekki líta út fyrir
að vera eldri en hann. Hann
myndi komast í þakkarskuld við
hana fyrir þann mikla greiða,
sem hún gerði honum, með
því að láta hann leika
aðalhlut-verkið í kvikmynd hennar. Með
dálitilli heppni yrði hún Lady
Belden innan. eins árs.

HEIMILISRITID

I

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free