- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:4

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Það gerir maður nú svo oft",
sagði Nabb. — „Þér vinnið hjá
Gowers ?"

„Já, en ég hef ekki séð hana
í þrjá mánuði".

„Og búið þér i kastalanum ?"

„1 nágrenni hans. Ég hef búið
þar í eitt ár".

„Sennilega er fröken Gowers
, veik?"

„Ja, svo segir læknirinn — dr.
Poole — og hin holduga
hjúkr-unarkona segir slíkt hið sama.
Dorothea — frænka fröken
Gow-ers — hefur ekki heldur sézt i
eina tvo mánuði".

„Hafið þér reynt að ná tali
af henni?" spurði Abner
snögg-lega.

„Já", svaraði Boyce. „Það er
heldur engin furða.. — Við erum
trúlofuð. En í hvert skipti sem
ég bið lækninn um að lofa mér
að tala við hana, segir hann að
hún hati mig og vilji eklti sjá
mig framar".

„Svo að þér haldið að ekki sé
allt með felldu?"

„Ég er nú hræddur um það!’,
sagði Boyce. — „En ég veit ekki
hvað bezt er að gera, svo að ég
tók það ráð að ræða um þetta
við yður af því að ég vissi að
þér önnuðust öll fjármál
Gow-ers".

„Mjög skynsamlegt", sagði
Nabb. „En því miður get ég ekki
gefið yður annað ráð, að sinni,
en að fara nú aftur heim til
yð-ar og bíða þar, þangað til ....
þangað til þér fáið tækifæri til
að gera eitthvað".

„Þér skuluð reiða yður á að
þegar það tækifæri kemur, skal
ég vera reiðubúinn", sagði hann
og kreppti hnefana.

ÞEGAR Boyce var farinn. leit
Nabb á rauðhærða
„einka-aðstoðarmann" sinn:

„Þá geturðu byrjað!" sagði
hann.

Og Abner Bow vissi, að fleiri
ráð eða ieiðbeiningar var ekki
að fá hjá Nabb. Nú var það
hann, sem átti að komast að
niðurstöðum.

Hann gekk út, steig upp í
bíl-inn sinn og ók út úr borginni.

Honum var kunnugt um, hvar
hið leyndardómsfulla hús Huldu
Gowers var — þó að hann hefði
aldrei komið inn fyrir hina
óá-rennilegu virkisgarða þess. Það
stóð á grýttum hól og sást víða
frá.

Hann ók upip að garðshliðinu
og staðnæmdist fyrir utan
dyra-varðarkofann. Þar barði hann að
dyrum.

Grannvaxinn maður og
beina-ber 1 andliti kom til dyra.

„Hvað viljið þér?" spurði
hann.

„Heimsækja Huldu Gowers",
svaraði Abner kurteislega.

„Hún !er veik".

„Það er sama".

„Þér fáið ekki inngöngu".

„Það er símasamband héðan
til hússins", sagði Abner og benti
á símaþráð. „Ég sting Upp á því
að þér hringið heim þangað og
segið, að Abner Bow sé hér i

4

/’IEIMILISRITIÐ’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0210.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free