- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:11

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

xigg hjá Jeanne frænku, heldurðu
l»ð ekki blómið mitt Utla?"

UM ÞAÐ bil klukkustund
sið-ar kom kona nokkur móð og
másandi inn í
almenningsþvotta-húsið.

„Frú Weber! Talaðu við mig
fljótt!"

Móðir Georgette litlu "þurrkaði
sér á svuntuhorninu og skrúfaði
fyrir vatnskranann.

„Það hefur eitthvað komið
fyr-ir heima, er það ekki?"

Konan, sem átti heima i sama
húsi og hún kinnkaði kolli.

„Georgette er fárveik. Ég gekk
fram hjá dyrunum á
herberg-inu þínu og heyrði eitthvað sem
líktist korri, svo að ég gekk inn.
Mágkona þín var þar. Hún sagði
að Georgette næði varla
andan-um — hún hélt á þeirri litlu í
kjoltu sinni — svo að ég flýtti
mér að láta þig vita".

Vesalings konan yfirgaf
þvott-inn i balanum.

„Ég skal líta eftir þessu fyrir
þág", sagði konan, sem var að
þvo næst henni. „Vertu eins lengi
og þú þarft. Ég veit hvað það
er að eiga veikt barn".

Hún flýtti sér heim og tók
stig-ann í stórum stokkum. Þegar
hún kom inn í íbúðina bar fyrir
augu hennar hörmuleg sjón. Barn
ið lá í vöggu sinni og dró andann
með korrandi sogum. Jeanne
Weber, mágkona hennar, stóð
bogin yfir barninu og nuddaði
bert brjóst þess. Móðirin þreif

barnið i fang sér, og af
eðlis-hvöt móðurinnar gat hún smátt
og smátt fengið barnið til þess
að draga andann eðlilega. Áður
en langur tími var liðinn var
barnið sofnað.

„Hvað kom fyrir?" spurði hún
loks.

„Ég veit það ekki", sagði
Je-anne, eins og þungu fargi væri
létt af henni. „Ég heyrði
Georg-ette hósta með áköfum sogum.
Ég gerði það sem ég gat. Jesúa
góður, hvað ég varð hrædd! Ég
hélt að hún myndi deyja, og það
hefði orðið hræðilegt fyrir
okk-ur báðar. Elsku Utli engillinn
minn, það var ekki annað sýnna
um tíma. Það hefði ekki öllum
tekizt að bjarga henni".

Móðir Georgette var heima litla
stund. Barnið svaf værum
svefni og allt virtist vera i lagi,
svo að hún minntist þvottarins
og þess, að maðurinn hennar
þurfti að fá hreina skyrtu fyrir
sunnudaginn.

„Ef hún fær annað kast,
verð-urðu að senda eftir mér
tafar-laust", sagði hún við Jeanne, en
bjóst þó við, að það gæti
naum-ast komið fyrir.

Hún var nýlega byrjuð að þvo
aftur, þegar sambýliskona
henn-ar kom aftur til hennar. Hún var
með tárvot augu og kom varla
upp nokkru orði. En hún þurfti
ekkert að segja, því að móðirin
fann óðara á sér hvers kyns var.

„Hún er dáin?"

MBÍMILISRIT»

53

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0353.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free