- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:40

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hverju sviði, hefur það
einkenni-lega mikil áhrif. Til dæmis ef þú’
tekur góðar ljósmyndir eða ert
vel að þér útsaumi, íslenzku,
tennis eða gítarspili, Jafnvel það
að vera góður vélritari eða
bók-haldari veitir þér gleði og aukið
lífsgildi.

Og hérna er svolitið, sem
borg-ar sig að leggja á minnið. Ef
þú ert gift og maðurinn þinn
vinnur aukavinnu, þá skaltu
skjalla hann og sýna honum
sér-staka umhyggju. — Og — þú
getur mótað manninn þinn eftir
eigin geðþótta, ef þú gerir það
án þess að hann viti sjálfur, hvað
fyrir þér vakir.

Mundu það að kynna þér sjónar
mið manna sem bezt. Ef þú ert
„skotin í" búðarmanni, skaltu
kynna þér starf hans eftir beztu
föngum. Talaðu við allt
búðar-fólk, sem þú þekkir og kynntu
þér öllum hliðum búðarstarfsins.
Svo þegar þú talar við hann um
búðarstarfið verð.ur hann hrifinn
af því, að geta talað um það við
þig af skilningi.

Þetta er þó ekki nóg. Þú þarft
að geta talað um almenn
mál-efni við ástvin þinn, Og ef þú átt
engan unnusta, þá skaltu samt
gripa hvert tækifæri sem gefst,
til þess að tala við fólk og
kynn-ast sjónarmiðum þess. Settu þig
í spor þess sem þú talar við.
Hafðu það að aðaláhugamáli
þínu að skilja þann sem þú talar
við og kynna þér það, sem þú
býst við að þurfa að tala um.

Þá muntu komast að raun um,
að þú verður ákaflega eftirsótt
og þú verður undrandi yfir þvi,
hversu leiðindin hverfa fljótt.

Lítum í glugga á blómabúð.
Langar þig ekki til þess að geta
ræktað svona blóm sjálf. Það
get-urðu, án þess að það kosti
mik-ið.

Eða fuglarnir, kettirnir,
hest-arnir — dýrin eru dásamleg,
þeg-ar við kynnumst þeim. Það er
sama hvað er. Ef við nennum að
reyna af alhug að kynnast
ein-hverju, þá verður það
athyglis-vert og eyðir áhyggjum okkar
og Ieiðindum. Hugsaðu þér
undr-unar- og aðdáunaraugun, sem
vinir þinir reka upp, þegar þeir
komast að raun um að þú hefur
svo mikla þekkingu á einhverju,
að þú skarar fram úr á því sviði.

Og þú getur aflað þér vina á
miklu einfaldari hátt en þú
held-ur. Nútiminn leyfir miltið
frjáls-lyndi, — Vel á minnst, það er
stórt atriði að kunna að spila
al-geng spil, ekki sizt bridge. —
Það eru svo margir einmana,
eins og þú hefur ef til vill verið,
sem eru himinlifandi af ánægju
ef þú óskar eftir kunningsskap
þeirra, ekki sízt giftar konur.
Þú getur átt upptök að
Spila-kvöldum, dansskemmtunum í
heimahúsum og saumaklúbbum.

Ef þú gleymir
skuggahliðun-um og litur á björtu hliðar
lifs-ins, þá þarf þér aldrei að
leið-ast. Notaðu þér það frjálsræði,
sem nútíminn hefur veitt þér.

82

82 HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0382.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free