- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:50

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sagði Marple. „En það er ekki
alltaf auðhlaupið að því að gera
sig skiljanlegan í flýti,, finnst
yður það ekki. Nei, ég býst við
að yður finnist það ekki. Jæja,
en það var um vinnukonu
Skinnersystranna, sem ég ætlaði
pð tala við yður".

„Mary Higgins?" spurði Slack.

„Já, hana — og þó öllu heldur
Gladie. Það var leiðinlegur
orð-rómur sem spunninn var uppi um
hana. Hún er ráðvönd stúlka og
mig langar til þess að hreinsa
hana af þessum álygum".

„Ég veit ekki til þess að hún
hafi verið kærð", sagði Slack.

„Nei, það veit ég — en ekki
er það betra. Því að þér skiljið,
að fólk hugsar sitt af hverju.
Fyrirgefið — en að ég veit að ég
skýri þetta klaufalega. Það sem
ég á við, er að það er mjög
þýð-ingarmikið að finna Mary
Higg-ins".

„Vissulega", svaraði Slack.
„Hafið þér nokkra hugmynd um,
hvar hún er niður komin?"

Á MÓTI vilja sínum minntist
hann þess, að tillögur Marple
höfðu oft verið mikils metnar
við dómsuppkvaðningar.

„Það getur hugsast, að ég sé
fær um að veita yður aðstoð og
upplýsingar", svaraði Marple.
„Má ég leggja fyrir yður eina
spurningu ? Hafa fingraför
nokkra þýðingu fyrir yður?"

„Ég er nú hræddur um það",
svaraði Slack, „Mary var svo

slungin, að okkur hefur ekki
tek-izt að finna eitt einasta far af
fingurgómum hennar. Hún
virð-ist ávallt hafa unnið með
gúmmí-hönskum. Og hún hefur þurrkað
vandlega hvern þann hlut I svefn
herbergi sínu, sem hún hefur
ínert á".

„Gæ-ti það verið nokkur
styrk-ur ef ég hefði fingraför hennar?"

„Það er mjög sennilegt.
Iik-lega á fingrafarasafn ríkisins
fingraför hennar. Þeir segja að
þetta sé ekki byrjandaverk".

Marple kinnkaði kolli brosandi
Hún opnaði töskuna sína og tók
upp ellilegan spilapakka. Innan
í honum var lítill vasaspegill,
vafinn inn í baðmull.

„Fingraförin hennar Mary
Higgins eru á speglinum", sagði
Marple. „Ég hugsa að þau séu
nógu glögg. Hún tók á mjóg
klístrugum hlut, rétt áður en
hún handlék spegilinn".

Leynilögreglumaðurinn glápti á
hana. Tókuð þér fingraför
henn-ar af ásettu ráði?"

„Auðvitað".

„Þér hafið þá grimað hana inm
græsku ?"

„Ekki var alveg laust við það.
Mér fannst eitthvað bogið við
það, hvað hún var fullkomin. Ég
gaf Lavinia það í skyn, en hún
lét það eins og vind um eyrun
þjóta. Þér megið trúa því, Slack,
að ég trúi ekki á fullkomin mann.
Við höfum öll okkar mannlegu
galla — og í starfi okkar koma
þeir i ljós von bráðar".

102

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0392.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free