- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:54

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gerður: Þér getið ekki neytt mig
til neins.

Blómberg (kaliar út): Klassius,
það er bezt að þér komið!

(Um leið og Klassius
málflutn-ingsmaður gengur inn frá hægri,
með skjalatösku undir
liandleggn-iim, kemur Straumdal frá vinstri).

Straumdal: Enginn má sköpum
renna, — ég var að vona að
snjór-inn —

Blómberg: Snjórinn getur ekki
stöðvað mig — það var heldur ekki
svo langt fyrir mig að fara. — En
litli, sæti, ameriski gullfuglinn
yð-ar þarf víst að ferðast lengri leið,
vinur Straumdal. — Og yfir
heið,-ina fer nú enginn nema fuglinn
fljúgandi, svo þér sjáið —!

Straumdal: Já, verið ekki að
lengja kvalastundina. — Þér eigið
Skeggjastaðina sama sem!

Blómberg: Það segið þér satt, en
það er einungis vegna heimsku
sjálfs yðar, vinur sæll; — en þarna
er Klassius málflutningsmaður,
hann er með skjölin.

Klassius (nefmæltur): Já, skjölin
veita umbjóðanda mínum
ótví-ræða eignarheimild á
Skeggjastöð-um, ásamt öllum mannvirkjum,
búslóð, skepnum, öllu múr- og
naglföstu, hlunnindum og öllu
öðru, sem eign og búi fylgir og
fylgja ber og að engu undanskildu.

Straumland: Rétt er nú það.

Blómberg: Skeggjastaðir eru þá
mín eign.

102

Klassius: Ekki enn, ekki enn,
Blóipberg minn (litur á vasaúr
sitt). Það eru aðeins fimm
mínút-ur eftir.

Gerður (gengur til Straumdals):
Elsku pabbi minn — á ég ekki
annars að —

Nelson (kemur þjótandi inn frá
hægri): Well, Miss Straumdal, —
ég held að þér eigið ekki að gera
það.

Blómberg: Ilvert þó i —

Straumdal: Nelson!

Gerður: Ó, hvað ég er
hamingju-söm —

Nelson (réttir Klassiusi
seðla-bunka): Gjörið þér svo vel, hérna
eru peningarnir. — Viljið þér telja

Þá.

Klassius (telur á meðan hin tala
saman).

Blómberg (gremjulega): Hver
fjandinn stjórnar þessu eiginlega?

Straumdal: Hvernig i
ósköpun-um komust þér?

Blómberg: Það væri fróðlegt að
vita. — Allir vegir eru-ófærir.

Nelson: Ekki allir.

Gerður: Er það ekki?

Nelson: Nei, ekki loftleiðin.-

Allir: Loftleiðin!

Nclson: Já, ég fékk flugvélina
leigða, það var gott flugveður og
alveg ágætt að lenda á Ilólmafirði.
Þaðan er ekki nema tveggja tíma
reið.

Klassius: Upphæðin er rétt —
og klukkuna vantar enn hálfa min-

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0464.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free