- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
81

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

snarorðir snillingar
að stefnu sitja,
þjóðkjörin prúðmenni
þingsteinum á.

Svo skal hinu unga

alþingi skipað

sem að sjálfir þeir

sér munu kjósa.

Gjöf hef eg gefið,

gagni sú lengi

foldu og fyrðum,

sem eg fremst þeim ann".

Þögn varð á ráðstefnu,
þótti ríkur mæla;
fagureygur konungur
við fólkstjórum horfði;
stóð hann fyrir stóli,
studdist við gullsprota;
hvergi getur tignarmann
tígulegri.

Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn!
til vinnu kveður
giftusamur konungur
góða þegna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free