- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
136

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 136 —

Föður minn á miði
móðir syrgði góðan,

— Köld er undiv-alda,
árum skellur bára.
Bræður mína báða
bæjum sneyddi ægii\

— Svalt er enn á seltu,
sjómenn vanir róa.

Einatt ölduljóni
á óalegan sjóinn
hrundu hart um sanda
hraustir menn úr nausti;
heill kom heira að öllu
halur og færði valinn
hlut í háum skuti
hjúa til og búa.

Björgum enn til bjargar
báti, verum kátir!
Svæfill sinnir ljúfum
svanna heima í ranni.
Nótt er enn, þótt ótta
af sé liðin hafi;
dylur dimmu éli
dagsbrún jökulkrúna.

Hræðumst litt, þótt leiði
löður árarblöðum
eld í spor og alda
úfin froðu kúfist;
rérum fast úr fjöru,
fram gekk tamin snekkja
vel á vogi svölum.
Við erum nú á miði!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free