- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
226

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 226 —

gnauðar fyrir svölum sandi
sjór, en þegja vindar ljúfir.

Báran smáa strýkur steini
(steinn er fyrir þangi bleikur)
eins og sér á köldum karli
konan ung að hári leikur.

Hvað er á vogi? Hafmey fögur!
Hratt hún fer og snýr að landi,
leika fyrir björtu brjósti
bárur ungar síkvikandi.

Skáldið:
Hafmey fögur! Hvaða, hvaða!
hárið bleikt af salti drýpur;
vel skal strjúka vota lokka
vinur þinn, sem hjá þér krýpur.

Sæunn:

Djúpt á mjúkum mararbotni
marbendlar mér reistu höllu;
hingað svam eg hafs um leiðir,
hárið er því vott með öllu.

Skáldið:
Hafmey fögur! Hvaða, hvaða!
hönd og fótur, — aldrei slíka
sá eg mynd í sólarheimi;
sinn þau eiga hvergi líka.

Sæunn:

Ein er gyðjan öllum fremri,
áður löngu úr hafi gengin,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free