- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
230

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 230 —

einatt reyni eg það hjá þér, —
þiggja, taka, endurgjalda.
Leikur kossa lipur er,
lætur þeim, er á kann halda.

Vinur! gef mér enn þá einn
ástarkoss af ríkum vörum!
— einn fyrir hundrað, ungur sveinn!
einn fyrir þúsund, — réttan einn!
Einn enn! þú ert ofur seinn,
eg er betur greið í svörum.
Vinur! gef mér enn þá einn
ástarkoss af ríkum vörum!

Rétt sem örskot tæpur telst
tíminn mér við kossa þína;
tíminn, sem ég treindi helzt,
tæplega meir en örskot dvelst;
sårt er að skilja, gráti gelzt
gleðin, — þiggðu kossa mína!
Rétt sem örskot tæpur telst
tíminn mér við kossa þína.

Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig, —
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig,
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi fast mitt eftirlæti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free