- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
313

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 313 —

bannað það, og það getur orðið þér til óláns." Þá
þagnaði hún, en löngunin og forvitnin þögnuðu
ekki; og einu sinni, þegar englarnir voru ekki við,
hugsaði hún með sér: „Nú er ég alein og engin
sér til mín", og sótti lykilinn og stakk honum í
skráargatið og sneri honum. Þá hrökk hurðin upp
og hún sá heilaga þrenningu sitja þar í eldlegum
ljóma og snerti ljómann að eins með einum fingri,
en fingurinn fékk á sig gullslit. Þá varð hún
dauð-hrædd og skelldi aftur hurðinni og hljóp burt.
Hræðslan gåt ekki farið af henni; hvað sem hún
gerði til, barðist í henni hjartað og gåt ekki verið
kyrt, og gullið sat á fingrinum og fór ekki af,
hvernig sem hún þvoði hann.

Að fám dögum liðnum kom María mey heim
aftur, kallaði á stúlkuna og sagði: „Fáðu mér
aftur himinslyklana." Um leið og hún rétti henni
lyklakerfið, horfði María á hana og sagði:
„Hef-irðu ekki lokið upp þrettándu dyrunum?" ,,Nei",
sagði hún. Þá lagði María höndina á brjóstið á
henni og fann, hvernig hjartað barðist, og sá, að
hún hafði brotið boðorðin og lokið upp dyrunum.
Þá sagði hún aftur: „Er ]>að víst, að þú hafir ekki
gert það?" „Nei", sagði stúlkan í annað sinn. Þá
varð Maríu litið á gullroðna fingurinn, sem komið
hafði við himinljómann, og sá hún þá fyrir víst,
að stúlkan var sek, og sagði í þriðja sinn: ,,Hefirðu
ekki gert það?" „Nei", sagði stúlkan í þriðja sinn.
Þá sagði María mey: „Þú hefir ekki hlýtt mér og
skrökvað; þú verðskuldar ekki að vera lengur í
himnaríki."

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0323.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free