- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
23

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 23 —

TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR.

Akureyri, 11. d. Júlí-m. 1839.

Auðmjúkur þénari!

(Sumsé ég). Þakka fyrir tilskrifið, kunningi.
Blaut-ur á Oddeyri farinn að verða, fór þar ofan í keldu,
labm! og get nú ekki skrifað þér þaðan. Komdu í
.Springgötuna, því verið gæti, að hún þarna Náná
hans Fúsa hefði eitthvað að segja þér í fréttum;
maðurinn er búinn að skrifa henni til. Við komum
hingað 18. d. f. m., eins og þú munt geta nærri, og
höfðum séð eitthvað [fara] burt af þeim
græn-lenzka; honum var ekki of heitt, bölvuðum. Gaman
er að heyra hann vella, þann mjófætta, en þú
get-ur ekki um það við séra Kristján minn á Bægisá,
ef hann sumsé kynni að hafa meira gaman af öðru.
Ég er búinn að ferðast fram um allan Eyjafjörð,
ekki að eins um byggðina, heldur fjöll og afdali,
eins um Öxnadal og Hörgárdal, með öllum þeirra
krókum og krám, sýnilegum og ósýnilegum. Á
morgun fer ég norður, ef guð lofar, því nú get ég
ekki lengur verið að bíða eftir náttúruskoðurunum.
Ég hefi eignast arnarbelg og hlýra og tófuhausa
tvo; á nú samt eftir að sjóða þá, þó skömm sé frá
að segja. Engin finn ég andskotans kolin; hvernig
á að fara að því? Ég hefi samt til vonar og vara
borið tíknamjólk á vangana á mér, svo ég þurfi
ekki að tefja mig á því að raka af mér
„bart-ana". Það er eins og því sé stolið úr mér, sem ég
ætlaði að biðja þig um, en ekki vænti ég þú vildir
gjöra svo vel og fara til hans Jóns míns Péturss.
og horfa inn um skráargatið hjá honum á
föstu-dagskvöldið, einhvern tíma milli nóns og miðaft-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free