- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
71

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 71 —

ist vita, hvað sem öðru líður, að þér kunnið
fylli-lega að meta þann „andlega kraftinn", sem
Þing-völlum óneitanlega fylgir fram yfir hvern annan
stað á landinu.

Tvær skútur eru komnar, ein frá Flensborg, og
önnur frá Kaupmannahöfn; enn höfum við samt ekki
fengið nema hrafl af fréttunum. Bardenfleth
kem-ur ekki; hann verður Hofchef hjá prins Fritz, sem
giftir sig nú í vor. Þorkell Hoppe er orðinn
stiftamt-maður; Þórður Guðmundsson hefir fengið
Gull-bringusýslu; Norðursýsla er óveitt, og sagt, að henni
verði skift í tvennt, að ráði amtmanns Bjarna.
Skóla-sökin er ekki útkljáð. Finanserne hafa lofað 13 eða
16 þúsund dölum til flutnings á skólanum, „ef }>ess
þurfi", en konungur hefir ekki úrskurðað það skuli
verða gert. Það fréttist samt með seinni skipunum.
íslendingar lifa allir, það ég veit. Þeir, sem tóku
artium í haust, eð var, fengu allir haud; P. Havsteen
hefir tekið juridisk ex. með bezta laudi og E. Briem
var að ganga upp með góðri von. Conferenceraad
og prófessor Bornemann andaðist 30. Okt. næstl.;
Algreen-Ussing varð aftur prófessor, en sagt,
konungur sé nú búinn að taka hann frá því embætti
og gjöra hann að Cabinetssecretaira sínum í stað
Feddersens, sem er dáinn. Mikil umbreyting hefir
orðið í Rentukammerinu og er nú búið að skifta
því í 3 sectiónir. Sjóherinn er minnkaður um 10.
part; með landherinn er ekki útkljáð. Við teatrið
hefir heldur gengið ruslulega í vetur, og enda sagt,
konungur sé nú farinn að hugsa um að sleppa því
og gera það að prívat Entreprise. Af litterære
Ny-heder hefi ég ekkert séð né heyrt nefnt, og engin blöð,
nema fáein númer af Fædrelandet. Balthasar
Chris-tensen hefir verið dæmdur í vetur í 500 dala múlkt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free