- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
112

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR.

Reykjavik, 8. Okt. 1841.

Elskulegi Konráð minn!

Ég man ekki, hvaðan ég skrifaði þér seinast; ég
hefi verið að peðra þetta, sitt á hverju landshorni,
og beðið að koma því til þin. — Nú man ég þó ekki
til, ég hafi neitt að segja þér frá, nema ef ]>að skyldi
vera sagan af Oddi bödda og Jóni bola.

Oddur böddi bjó norður í Reykjadal. Hann var
„hrishaldari" og kvongaður. Maður hét Jón boli og
bjó þar i grend við Odd með dóttur sinni; hún hét
Guðrún. Oddur átti barn með Guðrúnu og kona hans
dó um sama leyti. Þá fer hann á fund sýslumanns og
biður hann leggja til með sér við konginn, að hann
megi eignast stúlkuna. Embættismaðurinn telur
vand-kvæði á því, en kveðst ]>ó muni reyna; það sé
konung-legt að gjöra einu sinni bón „réttarins þénara".
Vet-urinn liður og með vorskipinu kemur gefins-leyfi, að
Oddur megi eiga frilluna. — Þá er erfisdrykkja i
Reykjadal og ]>eir eru boðnir, Oddur og Jón. Þar voru
fluttar borðræður, sem vandi er til, og segir þá
Oddur einhverju sinni: „Mikið náðugur var hann við
mig, blessaður kongurinn minn, að gefa mér hana
Guðrúnu mína, — að hverju sem mér verður ]>að —;
hann gåt ekki betur gert, góði herra!" — (Svo er
hermt eftir Oddi, að hann hafi talað ógn seint og
auðmjúklega, af lotningu við konungdóminn). Jón
boli (allra manna styggastur i máli), svaraði á þessa
leið: „Svei hans náð! Hann átti ekkert með mitt barn;
hann mátti vel gefa ]>ér sitt barn. — En hún Gunna
var of góð handa böðlinum". — Hvernig líkar þér
Jón?!, karl minn góður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free