Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— 140 —
granska, bróðir". Nú held ég komi einhver
land-lýsing; allan skækilinn er ég búinn að sjá að
minnsta kosti, nema eitthvað af
Langaness-strönd-unum, og ellefu kistur fullar af grjóti flyt ég nú
loksins með mér sjálfum, þegar ég skil við ferðina..
Hún hefir annars verið nokkuð harðsótt í sumar,
en guði sé lof, mér tókst að koma af öllu
ætlunar-verkinu, og hafði ofan í kaupið tíma til að lappa
skrokkinn á mér með aðstoð Beldrings mins, svo>
hann er nú í góðu lagi, álí’ka og Vídalins-postilla,
sem Þórarinn á Brekku hefir nýbundið, og vandséð,.
nema hann kunni að endast stundarkorn enn, „alle
mine Fjender til Frygt og Bævelse".
Bezt er, að ég að lokinni ferð get ekki annað
en verið sæmilega ánægður með starf mitt og það,
sem ágengt er orðið; hamingjan gefi, það geti að
því skapi komið landi voru og vísindunum til nota.
Ég vonast eftir, — þó þú sért pennalatur, að
sjá frá þér línu með póstskipinu. Segðu mér bara.
frá því, sem þú heldur, ég vilji helzt vita, um
lands-ins hagi fyrst og fremst, og svo ef það væri eitthvað
illt eða gott, sem snertir sjálfan mig. — Hvað
líð-ur t. a. m. bóklegum fyrirtækjum syðra þar? Hvað
er talað um alþingið og skólann og annað gagn
landsins og nauðsynjar? Verzlunina &c. ?
Brauða-veitingarnar!, er ég búinn að fá mörg brauð?
Farðu þér samt hægt til vorsins, nema ef eitthvað
skyldi berast í greipar. Komið þið nú upp
einhver ju tímariti fyrir landið; nú erum við ekki við
höndina, „gárungarnir", að barna fyrir ykkur
sög-una. —
Heilsaðu öllum, elskulegi, sem taka vilja kveðja
minni, og lifðu sæll og blessaður.
Þinn J. Hallgrimsson.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>