- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
337

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bls. 3—5. — TIL TÓMASAR SÆMUNDSSONAR. Febr*)
(—1. Marz) 1828. — Ehr. i eigu drs. theol. Jóns Helgasonar
biskups, dóttursonar T. S„ skrifað með fljótaskrift á kvartörk
(eða samanbrotna hálförk); prentað áður í Skírni, 79., 281—34,
með athugasemdum drs. J. H„ og er hér stuðzt við þær. T. S.
hafði skrifað Jónasi haustið áður, 30. Sept., og er bað bréf
prent-að á bls. 16—21 í Bréfum hans; s. st., bls. 16—21 í Bréfum hans;
s. st., bls. 34—37, er svar T. S. við bessu bréfi Jónasar. ■— Þetta
bréf Jónasar og hið næsta, bls. 5—9, eru einu bréfin, sem nú eru
til af öllum bréfum Jónasar til T. S., en af bréfum T. S. til
Jórt-asar má sjá, að Jónas hefir skrifað honum mörg bréf síðan.
Sbr. V. b., bls. XLIII. — Bls. 3, 3. 1., „occurrerar", úr skólamáli
á Bessastöðum (latínu), þ. e. vill til. — 11. 1., „loftanna",
svefn-lofta skólapilta. — 16. 1., „Þú ert á burtu!" Bréfið er sent T. S.
til Hafnar. — „Snorri og Geir", Snorri Sæmundsson og Geir
Bachmann, skólabræður Jónasar; urðu báðir prestar, Snorri að
Desjarmýri, d. 1844, Geir síðast í Miklaholti, d. 1886. — 17. 1.,
„Keyser", Rudolf, síðar prófessor í Ósló, merkur sagnfræðingur,
sbr. I. b„ bls. 8, m. aths. Sbr. V. b„ bls. XXXVIII. — 18. 1.,
„Gísla", sbr. I. b„ bls. 11—18, m. aths. — 19. 1., „P. Paars",
Peder Paars, skopkviða Ludvigs Holbergs, frá 1719—20; sbr.
V. b., bls. XXXIX. — „Ossian", sbr. I. b., bls. 195—196, m. aths.
og V. b„ bls. XXXIX—XL. — 21. 1., „examen", þ. e.
miðsvetrar-prófið. — 22. 1., „Justitiarius", skólanafn á Stefáni Eiríkssyni
frá Djúpadal (einnig nefndur Djúpadals-Bleikur). Útskrifaður
næsta vor; stundaði seinna laganám í Höfn og dó þar 1837. —
„hvorfor", orðtak Stefáns. — 24. 1., „algebra",
bókstafareikning-ur. — Bls. 4, 5. 1., „Gunnlögsen", Björn Gunnlaugsson
skólakenn-ari. — 10. 1., „Álfur", Páll Tómasson, skólabróðir Jónasar, sbr.
III. b., bls. 43, m. aths., nefndur svo af skólabræðrum sinum af
bví að hann lék „Álf í Nóatúnum", sbr. I. b., bls. 264—265,
per-sónu í skólaleik, „og þótti takast mæta vel. Konu Álfs,
„Gvu-rúnu", (sbr. I. b„ s. st.) lék Jón Sigurðsson („Bægisárkálfur"),

*) EytSa er fyrir dagsetningunni.
RIT J. HALiLGR. II.

22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0345.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free