- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
341

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 341 —

C. G. Conrahd, a la Christianshavn. Nr. 95, hos Kongen. —
Her-med: Havrefrö! Fuglfrö! — Recommenderes Hr. Sören Kattrup,
den Gud ledsage!" — Konráð flutti af Garði (Regensen)
sumar-ið áður. Segir i ævisögu hans í Tímar. Bmf., XII., 64, að hann
hafi síðan um hríð búið i Borchs Kollegium. Eftir utanáskrift
Jónasar á þessu gamanbréfi er svo að sjá sem Konráð hafi átt
heima úti á Kristjánshöfn. — Sören Kattrup var sendiboði
Bók-menntafélagsins (fyrir 20 dala þóknun á ári) og var oft í snatti
fyrir íslenzka stúdenta í Höfn, Fjölnismenn o. fl. — Fyrsta
setn-ingin er á ítölsku, Feneyjamállyzku, og þýðir: „Glingraðu við
mig, góði; ég er lagleg!" Sennilega haft eftir götustelpu í
Fen-eyjum, og mætti gizka á, hvaðan Jónas hafi fengið bað.*) —
„Kvist" (neðsta 1. á 12. bls.), þ. e. J. D. Kvist prentari;
„manu-skriftið" (handritið), sem hann hefir átt að fá frá Jónasi, hefir
verið af greininni „Af eðlisháttum fiskanna", sem kom í Fjölni
1836, II., 3—14; sbr. V. b., 81—93. — Bls. 13, 1. 1.; óvíst um,
hver „Mutter Heide" („Mútter Heíðe") hefir verið, — og hvað
átt er við með Lyhs (16. 1.). — 3. 1. er úr gömlu Krummakvæði,
sjá ísl. þjóðlög, Kh. 1906—9, bls. 601. — 8. 1., Jón asen (þ. e.
asni), orðaleikur til að skopast að nafninu Jonas(s)en. Ef til vill
á Jónas hér við vin sinn, Þórð Jónasson (Jonassen); þeir höfðu
verið saman í Höfn í 3 ár, en Þórður var nú farinn heim. Síðar
voru þeir saman í Rv. og eru hér aftar bréf frá Jónasi fcil
Þórð-ar, bls. 139—40 og 151—53 og 198—99. — 11. 1., „Brynjólfur",
Pétursson. — „Jörgin og Óli", o. s. frv.; líklega átt við
veitinga-stað. — „Eitt lítið sjónarspil"’ hefir verið prentað áður í 1.—3.
útg. af ljóðmælum Jónasar, undir fyrirsögninni „Lítill leikur".
Yfirskrift Jónasar er skop, eins og allt „sjónarspilið". 12. (og 3.)
útg. er haft eftir Páli Melsted, að hann og Jónas hafi búið
„þess-ar vísur til að gamni sínu morgun einn í rúminu". Ekki er evo
að sjá, að Páll hafi átt nokkurn þátt í þessu; mun það
mis-minni hans. — Grímur græðari eða sáragræðari var Magnússon.
Hann átti nú heima á Munkaþverá hjá Ara Sæmundssyni
um-boðsmanni og Sigríði dóttur sinni, konu hans. Hann hafði
lækn-ingaleyfi (var „licentiatus chirurgiæ) og hafði fengizt allmikið
við lækningar. I 2. (og 3.) útg. er sagt í aths. við þessar vísur,
að hann hafi eitt sinn höggvið tá af stúlku með sporjárni.
Grím-ur hafði áður verið bóndi á Espihóli um hríð. Nú var hann
orð-inn hálf-áttræður, er Jónas orti þetta, og dó hálfum mánuði
síð-ar, 30. Jan. Sbr. P. Zoph., Ættir Skagfirðinga, Rv. 1914, bls. 70,
Ann. 19. aldar, II., 81, og e. fr. Ljóðabók Jóns Þorlákssonar, II.,

*) Skýrt af dr. Sigfúsi Blöndal.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free