- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
136

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 136 —
Viðbót.

Leidir norðanvert við Seltjarnarnes.

Albrima má ekki ganga nær Akureyjarrifi heldur
en »Vífilsfell um Laugarness-bæ«; leiðin byrjar
»Lága-fellshamar um Engeyjar-garðsenda«. (Þetta er fyrir
norðan Akurey). Fyrir sunnan Akurey er fyrst:
Grenjálasund (hjálplegast um allt hér að norðanverðu,
fyrir utan stórskipaleið), »Grjóthólmi (nyrðri
Reykja-víkur-hólmi) í Vííilsfell« (»V. yfir Gr.«); sundið er
al-mennt byrjað »Keilir innan-við Bygg-garð,
Lága-fellshamrar um Engeyjar-bæ«. í öllum færum sjó fara
Seltirningar Stofusund, hið næsta við Seltjarnarnes
(liggja þar á milli 3 boðar, Bygg-garðs-boði, Kotboði
og Norðurboði, og fyrir innan þá hvirfill, að vaxa),
»Valhús-varða (hæst) sunnanhallt á miðjum
Bygg-garðs-bæ«. Sund þetta er tekið »Keilir vestanhallt á
Gróttu-urð« og skal róa beint á Bygg-garðs-bæ og
Valhús-vörðu, þar til Keilir er kominn inn á
Gróttu-bæ, sem eru þær innstu rústir á Gróttu, þá skal
heldur halla sér að landi, þótt svaðalegt sýnist, og
svoleiðis inn með nesinu, og ekki nær en »Vífilsfell
um Sel«; er það óhætt inn að Seli.

Sá, sem vill lenda í Seltjörn, tekur leiðina fyrir
sunnan Gróttu-urð, »Valhúsvarða um Knútskot«; er
það mið laust sunnan-við Nesstofu. (Valhúsvarða er
illa hirt og þarf að hlaða).

Þá er Landssund, fyrir norðan Kerlingarsker (á
milli lands og Kerlingarskers); þar er Bakka-boði,
»Vifilsfell um Bakka«, og er þá farið nokkuru sunnar,
Keppasund (fyrir sunnan skerið), þá Valahnúkasund.

Grunn.

1. Kerlingarsker.

2. Keppar (stór-st[r]auin).

3. Jörundarboði. (Milli 2. og 3. Valahnúkasund,
þrauta-leið).

4. Fyrir utan Jörundarboða eru svo-kallaðir Leiru-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free