- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXV —

miðjum Mai, kom Tómas aftur til Hafnar úr sinni frægðarför
(Bréf T. Særa., bls. 127). Var bá Breiðabólstaður í Fljótshlíð
laus og fékk hann veiting fyrir honum 7. n. m.; fór hann heim
10. Ág. og skrifaði þeim Jónasi, Brynjólfi og Konráði
sameigin-legt bréf frá Laugarnesi 20. n. m. (Bréf T. Sæm., bls. 129—33)
og ávarpar þá: „Þrimenningar redaktörer!" — Timaritið,
„Fjölnir", var í smiðum.

Það verður séð af bréfinu, að þeir þrímenningarnir hafa
fengið Tómas í lið með sér, er hann kom til Hafnar, og að hann
hefir þá gerzt einn af útgeföndum timaritsins.*)

Á meðan Tómas stóð við í Höfn virðist hann hafa ritað
inngang timaritsins (Fjölnir, I., 1—17) og sýnt þeim
þrimenn-ingunum, en þeir afhent honum aftur til lagfæringar og
hrein-skriftar; sendi hann þeim þá ritgerð aftur með bréfi sinu og
fól þeim að rita hana um og laga hana, og gerðu þeir það
ótæpt (sbr. Bréf T. Sæm., bls. 156—57). Þeir höfðu áður en
hann kom til Hafnar látið senda boðsbréf sitt heim til íslands.
Getur Tómas þess í bréfi sínu og segir, hversu vel þeir ísleifur
Einarsson og dr. Hallgr. Scheving hafi tekið því.**)

Um haustið flutti Páll Melsted inn á Garð og varð
sam-býlismaður Jónasar. Þeir voru kunningjar og höfðu verið einn
vetur saman í Bessastaðaskóla og enn fremur höfðu þeir verið
saman í Reykjavik. Þegar Jónas var að fara alfarinn frá
Reykjavik og gekk til kunningjanna til að kveðja þá, var Páll
með honum. Þeir voru dálitið tengdir, því að föðurfeður þeirra
höfðu báðir átt sömu konuna, eins og áður var getið, Elinu
Hall-dórsdóttur. Ætið var þeim síðan vel til vina, eins og bréf
Jón-asar til Páls bera vitni um (II. b., bls. 123, 137, 153 og 186).***)

Ef til vill stendur þetta í sambandi viS hiö áformaða
fyrir-treki, útgáfu hins nýja tímarits.

*) Sbr. einnig þessi orS i bréfinu: ,,Ef þiS setiö nöfnin okkar
framan á titilinn, þá krefst eg, aS mitt sé seinast, þar þær tvær
einustu reglur, sem við getum gengið eftir, eru annaShvort
„Tids-følge ved Indtrædelsen", og þá er ég sá seinasti, etSur stafrófsröö,
-— — — og þá er ég eins sá seinasti".

**) Sbr. Bréf, bls. 131, og Fjölni I., 83.

***) Um vist Jónasar á Garöi er annars fátt kunnugt. Þ6 er
vert at5 geta þess, sem hann hefir lagt til í athugasemdabók
lestrarfélags GarSbúa tvö síðustu ár sín á Garði; liefir dr. Sigfüs
Blöndal útvegaö uppskrift af því.

15. Jan. 1835 skrifar hann: For en Maaneds Tid siden tillod
jeg mig at gøre Inspektoratet opmærksomt paa den ynkelige
For-fatning, hvori Kommentaren over Kapt. Ohlsens orografiske Kort
befandt sig. Umiddelbart derpaa forsvandt den af Læsestuen, og
jeg troede derfor, at den havde gjort en Rejse til Bogbinderen

RIT J. HALLGR. V.

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free