- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CVI —

konungsbréf Kristjáns 8., um endurreisn alþingis, og sennilega-,
ekki hvað sízt ritgerð séra Tómasar um það mál, sú er Jónas.
hafði þá nýlesið, hafi verið eins konar ytri hvöt til, að hann orti
„Alþing hið nýja", en aðallega er þar þó um að ræða hans
eig-inn innri fögnuð og hrifning yfir þeim árroða í
frelsisbarátt-unni, sem hann og aðrir sáu nú „skína á tindum". — Margt er
sagt af snilld í kvæðinu, og boðskapur konungs og framkoma
færð í hátíðlegan og göfugmannlegan búning, svo sem vel
virt-ist eiga við, og kvæðið ort undir endurvöktum, fornum
bragar-háttum. En um Hulduljóð er það að segja, sem allir mega sjá,
að bað kvæði eða kvæðaflokkur, því að Jónas hefir skotið 2
sér-stökum kvæðum inn í það, er meðal mestu snilldarverka á vora
tungu. Og nú er það huldukonan ein, hin sólfagra mey, Hulda,.
sem kallaði og bað Jónas kveða. Ærið var kvæðisefnið: Minning
Eggerts Olafssonar. Jónas bar einlæga, lotningarfulla ást til
hans. Hann mátti finna til skyldleika þeirra, að hann var eins
konar arfþegi Eggerts og andlegur sonur. — Jónas situr hjá
hinni sólfögru mey alla sumarnóttina til óttu og Eggert birtist.
þeim og syngur við blómin. „Kær er mér, faðir, komu þinnar
dagur", segir Jónas við hann, og við Huldu sína segir hann:
„Þú elskar hann, — þess ann ég honum glaður". En í kvæ5inu
snertir Jónas jafnframt á öðru, bæði því, sem kom honum einum
við, og öðru, sem varðaði alla þjóðina. En þetta annað skyldi
ekki vera yrkisefnið nú; hann vildi dyljast harma sinna
þungu, og háðungarorð um leirburðar-stagl og holtaþoku-væl
hinna vesælu manna í landinu skyldu ekki spilla þessu ljóði.
Allt er það óspillt og fagurt. Hann hét því meðan hann var að
búa það til, að það skyldi verða fallegt kvæði (sbr. II. b., bls..
69), og hann efndi það; yndislegt er það frá upphafi til enda,
ekki sízt niðurlagið, kveðjan til Huldu, svo himinhrein og
djúp-sæ, bæði á hið sýnilega og það, sem er flestum ósýnilegt, en bó
hvort öðru sameiginlegt.

Það var langt liðið á veturinn, begar Jónas ritaði þessi bréf
til fjármálastjórnarinnar og vina sinna í Höfn; hann varð að
fara að hugsa fyrir sumarferð, framhaldi af ferðunum síðustu
tvö sumur. Hann bað því Steenstrup um að sækja um til
stjórnar-innar ferðastyrk (II. b., bls. 65—66), og í bréfinu til hennar
minntist hann einnig á, hve æskilegt hann teldi, að hann gæti
haldið áfram ferðalögum sinum og rannsóknum (s. st., bls. 67—
68). 1. Apríl, réttum mánuði eftir, skrifaði Steenstrup ágæta
umsókn, og bað um 200—300 dali, og rituðu þeir Reinhardt og
Forchhammer samdægurs falleg meðmæli á umsóknarskjalið, og
Finnur Magnússon sömuleiðis 3. s. m. Lagði hanm áherzlu á, a5-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free