- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXXXV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXXXV —

— Sama daginn, sem Finnur skrifaði þetta bréf til Jónasar,
kom póstskipið að heiman, en Finnur vissi ekki um það fyr en
næsta dag (skirdag). Brá honum nú í brún, er hann fékk ekki
bréf með bví frá Jónasi, náði i alla, sem höfðu komið með
skip-inu, og spurði eftir bréfi, skrifaði Steenstrup, en hanri hafði
ekki fengið neitt bréf heldur. Sárnaði Finni betta mjög, og skín
óánægjan út úr næsta bréfi til Jónasar, 31. s. m. Því ver hafði
honum fallið þetta, þegar menn höfðu komið til hans, einn eftir
annan, með ávisanir til hans frá Jónasi. — Steenstrup hafði nú
sent til Finns umsókn (dags. 25. s. m.), bæði um þá 150 dali,
sem ferðakostnaður Jónasar hafði farið fram úr
ferðastyrkn-um siðast-liðið sumar, og um 500 dali til ferðalaga á komandi
sumri, eins og Jónas hafði farið fram á. Finnur kveðst hafa
farið með umsóknina til Forchhammers og fengið þá að vita, að
fjármálastjórnin hefði sent þeim Reinhardt og honum skýrslu
og umsókn Jónasar frá 5. Nóv. (II. b., bls. 119—22) til
um-sagnar,*) en beir bá ekki verið búnir að senda álit sitt, og
þegar hann skrifar bréfið, var umsóknin ókomin aftur frá
Forchhammer. — Steenstrup skrifaði Jónasi á páskadaginn, 27.
s. m. Sagði hann Jónasi frá umsókn sinni fyrir hans hönd m. a.,
en gaf honum litlar vonir um góðan árangur. Þannig stóð
mál-ið, er þessi bréf fóru heim. Má nærri geta, að Jónasi sárnaði
að lesa í hinu fyrra bréfi Finns um, að beir Reinhardt og
Forchhammer hefðu verið óánægðir með sendingar hans til safnanna
siðast-liðið sumar, og féll þungt að heyra, hversu áhorfðist um
ferðalag á sumri komanda.

„Andvökusálmurinn" (I. b., bls. 111—12) er sennilega frá
þessum vetri, líklega orðinn til fyr en hér er komið sögu.
Vet-urinn þessi var að ýmsu leyti ekki ánægjulegur, og
skammdeg-ið lagðist bungt á Jónas síðan hann lá. — Svo voru nú ein
óþægindin enn, •— af ásókn þessarar vandræða-manneskju, sem
hann hafði aldrei frið fyrir. Er óþarft að rekja það mál hér;
nægir að vísa til bréfs hans til bæjarfógeta, II. b., bls. 127—28,
og aths. við það. En ekki var að undra, þótt hann þryti
þolin-mæði að stríða við slíka ásókn. Það var 19. Apríl, að hann
skrif-aði betta gremjubréf til bæjarfógeta. Tveim dögum síðar rann
upp sumardagurinn fyrsti. Morgunsólin vakti Jónas og vakti í
huga hans bæn í bundnu máli, bæn fyrir ættjörðinni:

„Þú, sem að skapar ljós og líf, myrkur og villu og lyga-lið
landinu vertu sverð og hlíf; láttu nú ekki standa við".

*) ÞaS var gert 19. Febrúar.

I

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free