- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXLV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXLV —

var á hér að framan; það skyldi heita ísland, koma út á
hverj-um ársfjórðungi og byrja með næsta ári (1841; sbr. Bréf T. S.,
270—71, og II. b., bls. 57, hér, o. fl.). — Rúmum mánuði síðar
skrifaði hann Konráði aftur og sendi honum 2 greinar eftir sig
í hið væntanl. næsta hefti af Fjölni; var önnur um verzlunina,
en hin var eftirmæli ársins 1839 (Bréf T. S., 274). Þeir félagar
í Höfn höfðust lítið að fyrir félagið um sumarið, enda voru þeir
þá enn fáir, og ekki allir í bænum. Regluleg félagslög höfðu þeir
ekki skráð og vildu það ekki — heldur hafa aðeins munnlegar
samþykktir eða óskráð lög. Með haustinu mun Jón Sigurðsson
(frá Rafnseyri) hafa gengið í félagið, þótt hann væri óánægður
með nafnið á því; en hann vildi fá bví breytt; hann var þá
helztur áhugamaður meðal landa í Höfn og kominn til heilsu
aftur eftir langvarandi veikindi frá því í ársbyrjun. Hann
út-vegaði nokkra félagsmenn í viðbót og urðu beir nú 12. Skyldu
nú samin veruleg félagslög, og var kjörin til þess þriggja manna
nefnd, Brynjólfur, Jón og Eggert Briem. En þá kom bobbi í
bát-inn, bví að Brynjólfur vildi setja Fjölnisnafnið í lögin, eins og
samþykkt hafði verið munnlega áður, en það vildu þeir Jón og
Eggert ekki, og þegar til atkvæðagreiðslu kom á fundi um þetta,
voru 3 einir með Brynjólfi, en hinir allir, 8, á móti; samkvæmt
hinum óskráðu lögum þurftu þeir þó að vera 9 (% allra
félags-manna) til að koma þeirri lagabreytingu á, að fella nafnið úr
lögunum, og höfðu þeir ekki sitt mál fram. Sögðu 6 þeirra sig
þá úr Fjölnisfélagi 9. Febrúar (1841), fengu aðra 6 í lið með
sér og ákváðu að gefa út nýtt tímarit, Ný félagsrit. Tókst þeim
að koma út fyrsta árgangi þess þegar um vorið. Fjölnisfélagið
hafði þegar látið fara að prenta ritgerð séra Tómasar um
verzlunina og vildi halda bví áfram, bótt þessir gengju úr félaginu,
enda buðust þeir til að gjalda að sínum hluta kostnaðinn við
prentun þessarar ritgerðar, og svo fengu Fjölnismenn 3 aðra
ágæta menn til liðs við sig. Féll þeim illa úrsögn beirra 6. er
þeir misstu, og vildu koma á sættum og sameiningu aftur, en úr
þvi gåt ekki orðið, þótt Jón Sigurðsson greiddi sjálfur
at-kvæði með því.*)

Meðan þessu fór fram, kom nýtt bréf frá séra Tómasi;
hann skrifaði Konráði til 4. Febrúar, 5 dögum áður en
spreng-ingin varð í Fjölnisfélagi, og sendi honum 2 greinar eftir sig
og e. fr. eftirmæli ársins 1840;**) hann hafði ætlað bær í hið

*) Sbr. Bréf J. S. I., 25—26, 29—31, og Tim. Bmf. XII., 41—44,
m. fylgiskj. Sjá um þetta mál e. fr. ævis. J. S., I., 414—21.

**) Sbr. Bréf T. S., 280—81, og II. b„ bls. 68, m. aths.

RIT J. HALLGR. V.

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free