- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXXXVIII —

byggist sennilega að sumu leyti á þvi, sem hann hefir sjálfur
séð og Jónas hefir sagt honum þar i viðtali, þvi að ætla má, að
Konráð hafi vitjað hans þar, og líklega séð hann þar bæði lífs
og liðinn; en að sumu leyti byggist frásögn Konráðs sennilega
á þvi, sem aðrir sjónarvottar hafa sagt honum, einkum þeir
tveir landar, sem voru þá við lækninganám i Höfn og sjálfsagt
tíðir gestir við sjúkrabeð Jónasar, enda góðir kunningjar hans,
Gunnlaugur Þórðarson og Helgi Sigurðsson. •— Frásögnin um
seinlæti læknisins, er hann frestaði öllum aðgerðum til
morg-uns, þó að hann sæi um kvöldið að drep (Koldbrand, blóðeitrun)
væri komið í fótinn, er mjög hörmuleg, þótt raunar sé alveg
óvíst, að lækningartilraun hans hefði komið að nokkru liði, eins
og þá háttaði til. — Svo er sagt, að hvernig sem á standi, og
hvort það sé heldur á nótt eða degi, sé nú í spítölunum í Höfn
tafarlaust brugðið við til nauðsynlegra aðgerða, ef þess verður
vart, að blóðeitrun er komin í slik sár. —

Bókin, sem Jónas var að lesa siðast, er dönsk útlegging af
Jacob Faithful, prentuð 1836, í tveim mjög smáum bindum.*)
Hefir sú saga orðið mörgum ánægjuefni, og hér á landi mun
hún hafa verið lesin allmikið.

Þegar Jónas var dáinn, reyndi Helgi Sigurðsson að bæta úr
því, að engin mynd var til af honum. Hann fór bví inn til
.Tón-asar, þar sem hann lá andaður, og dró upp mynd af honum, eða
öllu heldur tvær, og gerði siðan 2 fullkomnari brjóstmyndir
eftir annari þeirra, sem var vangamynd og sýndi vinstri hlið;
liggur önnur þessara til grundvallar fyrir þeim myndum af
Jónasi, sem prentaðar hafa verið á síðari áratugum. Hin
frum-myndin var andlitsmynd og sýnir vinstri vanga og jafnframt
nokkuð framan-á andlitið.**) Þessar myndir Helga, sem hann
ánafnaði flestar Málverkasafninu eftir sinn dag, gefa sjálfsagt
allgóða hugmynd um andlitsfall og höfuð Jónasar, en bær eru
ekki svo eðlilegar og fullkomnar, sem æskilegt hefði verið. Helgi
hafði að sönnu lagt allmikla stund á dráttlist, en bess var ekki
að vænta, að hann gæti búið til eftir Jónasi látnum myndir, sem
sýndu hann eðlilega og fallega í fullu fjöri. Til þess þurfti meiri
listamann en Helgi var.***)

*) Frederich Marryat (179.2—1848), fyrrum sjóliösforingi, var
einn af helztu skáldsagnahöfundum Englendinga á þessum árum.
Jacob Faithful kom út fyrst 1834; hún er talin meöal hinna allra
beztu af þeim 30 sögum, er Marryat samdi.

**) Sjá Rit Listvinafélags íslands I., myndblaö VII; sbr. bls.
63—64 f sama riti og enn fremur Óðinn IV., bls. 17—19.

***) Helgi fór heim áriíi eftir, án þess aö taka próf I læknis-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free