- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXXII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXXXIII —

Rúmum 2 vikum eftir jarðarförina, 16. Júní, hélt
Bók-menntafélagið fund, og las þá forseti upp bréf sitt, sem áður
var getið, til félagsins. Er óþarft að skýra hér frá efni þess,
það kom að sumu leyti fram i ræðu forseta á aðalfundi
félagsins næsta vor.*) Forseti gaf einnig í ræðu sinni bá yfirlit yfir
störf Jónasar við uppdrátt og lýsing íslands og yfir þau rit, er
Jónas hafði látið eftir sig og snertu hana, og siðan mælti hann:
„Þetta nú framtalda sýnir að minni meining ljóslega, að Jónas
heitinn Hallgrimsson, síðan hann i seinasta sinn kom hingað cil
Hafnar, vel hafi verðskuldað þau laun, er félag vort veitti
honum fyrir störf þau, er honum voru ætluð af þess hálfu, þótt ske
mætti, að það heilsuleysi og eins konar sinnisveiki, er hann á
síðustu árum ævi sinnar hafði við að stríða, að nokkru leyti
hafi tafið og sljóvgað viðleitni hans til að leysa bau margbrotnu
verkefni sem fljótast af hendi". Að endingu sagði forseti: „Það
er alkunnugt, að Jónas heitinn var gott skáld; bau ljóðmæli,
sem fundust eftir hann, meðtóku þeir tveir hans fyr-nefndu
vinir (þ. e. Brynjólfur Pétursson og Konráð Gislason), er fyrst
nákvæmlega skoðuðu hans eftirlátnu skjöl og handrit". — A
þeim sama fundi, vorið 1846, var samþykkt, að þá eftirlátnu
muni Jónasar, sem skiftarétturinn hafði úthlutað félaginu,**)
skyldi selja á uppboðsbingi.

Er Jónas dó og þeir Brynjólfur og Konráð tóku til sín kvæði
hans og ýms rit, er ekki komu við störfum hans fyrir félagið,
hefir prentun VIII. árgangs Fjölnis sennilega verið lokið. En
gera mátti ráð fyrir, að hægt yrði að halda lifi i félaginu og
koma út að minnsta kosti einum árgangi enn. Fundahöld urðu
þó engin um sumarið, en rétt fyrir veturnæturnar (19. Okt.)
var haldinn eins konar aðalfundur; skýrði forseti, Brynjólfur,
frá fjárhag félagsins og fékk Halldór Kr. Friðriksson kosinn
forseta i sinn stað. Því næst var fundur á afmælisdegi
Jónas-ar.***) Sýndi forseti þá fundarmönnum mynd Helga Sigurðssonar

*) Og aö sumu leyti 1 reikningi félagsins þá: sjá Skýrslur og
reikn. 1845, bls. VIII—IX og XV—XVII. BréfiS og öll fylgiskjöl
meS því og reikningnum eru I skjalasafni félagsins.
Spltalakostn-aSur og útfararkostnatSur varS 50 dalir og 40 sk.; enn fremur
greiddi félagiS 2 smáreikninga aöra (16 d. 32 sk.). í laun höfSu
veriS greiddir alls 100 d. þetta ári’ö.

**) SkiftaréttargjörSin fór fram 30. Mai; var Finnur
Magnús-son viSstaddur og er bókaS eftir honum f gjörðabók réttarins, aS
Jónas hafi ekki átt neitt, sem komið gæti til meSferSar
skifta-réttarins, og var þvl réttarhaldi þar met5 loki?5.

***) Ber þa8 vott um, aS Fjölnismenn hafi taliö J6nas
fædd-an 16. Nóv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free