Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— 101 —
I. kyn: Geirnefur, geirnyt (hemirhamphus).
Snoppubein og niðurkjálkar með mörgum
smá-tönnum; efri skolturinn mjög stuttur og neðri
skolt-urinn, sem er meir en 5 sinnum lengri, með langri,
tannlausri trjónu. Hreistrið stórt og kringlótt og ein
röð af hryggjuðum hreisturblöðum eftir kviðnum.
1 tegund: Geirnyt (hemirhamphus). — Þenna
fisk fékk ég á Búðum 1841; hafði hann veiðzt þar í
ósnum og er nú í dýrasafni konungs í Kaupmannahöfn.
II. kyn: Hornfiskur (belone).
Báðir skoltarnir dregnir fram í langa trjónu, með
einröðuðum, hvössum smátönnum; hreistrið er varla
sjáanlegt; beinin eru græn.
1 tegund: Hornfiskur, geirnefur (b. acus).
Kroppurinn langur og mjór og samflattur; efri
skolturinn dálítið styttri en neðri skolturinn;
kviðugg-arnir langt fyrir aftan eyruggana, hvorirtveggja litlir;
bakuggi og kjaluggi langir og lágir; standast á;
sporðurinn mjög sýldur.
Þanir: bakuggi 17, kjaluggi 22, eyruggar 13,
kvið-uggar 6, sporður 15.
Litur ofan grænn, neðan silfurhvítur. Lengd 24
— 28 þuml.
Hornfiskurinn er i öllum höfum Norðurálfunnar
og mjög almennur i Eystra-salti og Miðjarðarhafi, fyrir
innan Njörvasund; við ísland er hann sjaldgæfur.
Hann hefir ekki veiðzt þar til muna síðan 1707, að
töluvert veiddist af honum syðra í fiskileysisári; sagt
er og, að hann hafi stöku sinnum rekið af sjó við
suðvesturstrandir landsins, og Faber kveðst hafa séð
tvo á Eyrarbakka, sem rak þar 13. og 18. Marz 1821,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>