- Project Runeberg -  Hvíta Bandið 50 ára 1895-1945 /
1

(1945)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Afmœlisblað Hvítabandsins

HVÍTABANDIÐ 50 ÁRÁ

Ragnhildur Pétursdóttir:

Fyrsta forstöðukona Hvít-abandsins

Þegar ein af félagssystrum
Hvítabands-ins kom til mín og bað mig að skrifa um
Ólafíu Jóhannsdóttur í minningarrit
Hvítabandsins, fann ég vel, að þetta var
mér ofvaxið. En fyrst þessi
Hvítabands-systir hafði traust á mér til þess að gera
þetta vandasama verk, því þá ekki að
reyna.

Og ef mér auðnaðist að draga fram
núna nokkrar myndir af ævistarfi Olafíu,
þá bæri mér skylda til þess. Engin mér
óskyld kona hefur haft eins mikil áhrif á
mitt líí eins og hún.

Hún var á æskuheimili mínu í Engey
og kenndi mér að stafa. Hún hafði þar
barnakennsluna á hendi. Hún átti þar
heima í hinum miklu veikindum föður
míns, og var þar þegar hann dó.

Hún var vinur afa míns og ömmu og
foreldra minna. Hún hefur í ævisögu sinni
,,Frá myrkri til ljóss" lýst æskuheimili
mínu á sannan og verðugaxi hátt. Þessu
stóra, fallega heimili, þar sem svo mikið
var starfað og margt af góðu fólki átti
heima. Og hún hefur lýst blessuðu fallegu

eyjunni minni með stóra, víða
sjóndeild-arhringinn. Þaðan, sem ég fékk fyrst að
sjá landið mitt.

Eg finn, að þó að ég fari að lesa
fund-arbækur Hvítabandsins, þá get ég aldrei
lýst starfsemi Olafíu þar eins og hún var.
Eg var aldrei með henni í félagsskap. En
ég veit, að hún var sterkur félagskraftur,
hvar sem hún starfaði.

Eg mun því låta öSrum eftir að segja
frá starfsemi Olafíu innan Hvítabandsins
í Reykjavik.

Eg sagði áðan að Ólafía hefði kennt
mér að stafa og lesa, — ég var ósköp lítið
gefin fyrir þá mennt. — Það var svo
margt annað, sem tók alla mína barnslegu
starfsgleði. Það var svo margt starfað i
Engey þá. Skipasmíðar, smíðahús, smiðja,
vefstóllinn, rokkarnir og margt fleira.

Það þurfti því bæði þolinmæði og
kær-leika til að fá þessa óþekku stelpu til að
gera eins ómerkilegt verk eins og henni
fannst, að stafa. En Ólafiu tókst þetta, og
það er enn svo, að mér finnst ég finna
blessaða mjúku hendina hennar strjúka

1 1 hvítabandið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 08:38:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hvitband50/0003.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free