- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
177

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[177

að borga fyrir sig. Húsin eru grafin niður i jörðina og
er þar ekki hægt að verja sig fyrir lúsum; tíu eða fleiri
sofa saman í hrúgu, karlmenn og kvennfólk, og liggja
andfætis undir vaðmálsvoðum; allir hafa eitt næturgagn
og þvo höfuð og munn úr því á morgnana. Á vetrum
verða börn og vinnufólk að bera húsbændunum mat og
drykk í rúmið, og skemmta þeir sér síðan með því að
tefla kotru og skák, því þeir geta ekki komizt út fyrir
snjó; vinnumennirnir verða þó að fara út til þess að leita
að dauðum kindum og úldnum fiskum, sem þeir hafa sér
til matar.

t

Svona er nú fyrsta ferðasagan frá Islandi. Það er
euginn efi á því; að Gories Peerse einhvern tíma hefir
komið til Islands; lýsing hans á sjálfu landinu er engan
veginn svo fjarska fráleit; en þegar hann fer að lýsa
þjóðinni, kastar tólfunum; það er auðséð, að hann hefir
ekki umgengizt annað fólk en hinn argasta sjóbúðaskríl,
sem 1 þá daga líklega ekki hefir verið beysinn; þó sumu
sé ef til vill logið til uppfyllingar, þá styðjast þó
allfiest-ar sögurnar við einhvern snefil af sanninduin. Frá
Heklu-gosunum segir Peerse mikið sennilegar en fiestir samtíða
menn hans, og það sem hann segir um ferðalög inni í landinu
er furðu rétt; þar sem hann nefnir ýmislegt, er snertir
nátt-úru og afurðir landsins, sést, að hann hefir tekið allvel
eptir; hann segir og rétt frá hafísnum og segir engar
kynja- eða draugasögur um hann. Yfir höfuð er það
merkilegt, hve lítið er af hjátrúarsögum í riti Peerses, og
er rit hans í því tilliti ólíkt ritum lærðra manna í þá
daga; líklega kemur þetta af því, að Peerse liefir verið
lítt Jærður eða ólærður maður, og hafa því hin latnesku
rit fræðimanna engin áhrif haft á hann. Rit Peerses er
hreint og beint yfirlit yfir þær hugmyndir, sem ólærðir
sjómenn og verzlunarmenn í þá daga hafa gjört sér um
landið; fátt er það í riti lians, sem áður er algengt í
lýsingum á Islandi; hundasagan er eitt af því fáa; hún
er þegar komin á gang á dögum Martin Behaims, eins
og vér áður böfum getið. Þcið sem hann segir um elds-

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free