- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
III

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Formáli.

t

I formála fyrsta bindis hefi eg tekiö fram
grundvallar-reglur þær, sem eg fylgdi er eg samdi þessá bók; þar gat
eg þess og, aö eg mundi verða fjölorðastur um 17. öldina og
sést þaö á þessu bindi, að svo hefir orðið. Um þá öld hefir
mjög fátt verið ritað, og sagði eg því miklu ítarlegar sögu
þess tíma en annara. Flest þau frumrit, sem eg hefi notað,
hafa ekki verið prentuð áður, og eru víðsvegar dreifð i
liand-ritasöfnum í Reykjavik og Kaupmannahöfn. Það hefir verið
mjög mikil fyrirhöfn að safna efninu í bók þessa, i öðru
bind-inu einu er vitnað í meir en 300 handrit, og líklega eru
þau handrit engu færri, sem höf. hefir orðið að kynna sér
til þess að leita af sér grun, án þess nokkur árangur hafi
orðið af rannsókninni; mörg handrit eru líka ill aflestrar og
þreyta og tímatöf að fást við þau. Eg tel ómaki mínu ve)
varið, ef menn af riti þessu fá nokkru glöggari hugmynd en
áður um ástand landsins á fyrri tímum; eghefireynt að segja
frá hugmyndum manna um ísland og íslendinga blátt áfram
og hlutdrægnislaust, og látið timann lýsa sér sjálfum með
dæmum og tilvitnunum úr ritunum; eg hefi optast látiö kafla
hinna íslenzku rita haldast óbreytta með fornu sniði, svo
menntunarástand, hugsunarháttur og ritblær hvers tíma sæist
sem bezt. Til þess að lengja ekki málið um of, hefi eg frá
eigin brjósti ekki sett aðrar skýringar en þær, sem
nauðsyn-legastar voru, og ekki hefi eg heldur í athugasemdum
leið-rétt hin fornu rit, þar sem allir íslendingar af sjálfu sér sjá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0007.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free