- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
140

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

140

og atyrðir hann fyrir lygar og illkvitni, og hrekur skröksögur
hans um lifnaðarhætti Islendinga, segir þó að varla sé
haf-andi eptir hið sauruga orðbragð Blefkens.1

Þórður Þorláksson vann mjög þarft verk með því að
gefa út rit, þetta, af því gátu útlendingar fengið rétta vitneskju
um Island og Islendinga, stutt og glöggt ágrip um land og
landshagi: sem landfræðisrit er bók þessi þýðingarmeiri en
rit Arngríms, efninu er skipulega fyrir komið, frásögnin er
greinileg og málið lipurt og hispurslaust.

Einhverntíma á árunum 1673 eða 1674 sendi
vísinda-félagið enska spurningar náttúrufræðislegs efnis til tveggja
lærðustu mannanna á Islandi, til Þórðar Þorlákssonar og
Páls Björnssonar í Selárdal. Svör Páls Björnssonar komust
til félagsins og eru prentuð i ritum þess, þeirra munum vér
síóar geta; svör Þórðar biskups munu aldrei hafa komizt til
félagsins, en þau eru þó enn til í handriti.2 Spurningarnar
eru 28 og hefir Þórður biskup svarað þeim öllum stuttlega,
nema hinni fjórðu og tuttugustu. Svörin eru þessi: 1° Vatn
og allir vanalegir vökvar frjósa á Islandi, nema vínandi og
kvikasilfur; 2° frost kemst 6—7 fet niður í jörðu, ís á
vötn-um getur orðið 3 feta þykkur; 3° stundaklukkur eru því nær
alls ekki notaðar á Islandi; 4° menn ætla að allt verði
fast-ara í sér í miklu frosti; 5° enginn mun efa að litir dragist
saman i miklum kulda; 6° um breytingu kraptanna i
segul-steini og rafi, í hörðu frosti, hefi eg enn ekki fengið neina
vitneskju; 7° allir málmar og steinar verða stökkvari í miklu
frosti; 8° oss vantar athuganir líkskurðarmanna, þvi þeir eru
hér engir; 9° allir hafísjakar, er berast hingað frá Grænlandi,
myndast úr fersku sjóvatni og snjóum, sumir verða 300
feta háir og þaðan af hærri, og stendur þriðji hlutinn upp
úr sjó; 10° heitar uppsprettur eru margar á Islandi og leggur

’) »sterquilinium enim commotum magis foetet».
3) Theodori TJiorlacii: Responsio ad quæsita regiæ Societatis
Anglicanæ, quæ tamen ad illum non pervenit. A. M. nr. 913-4°, aptan
við stendur: »Ad Dominum Johannem Sterpinum«. þessar spurningar
frá enska vísindafélaginu synast ekki eiga neitt skylt við þær
spurn-ingar, er Mohr getur um (Forsög til en islandsk Naturhistorie, bls. 324).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free