- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
180

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

180

aldrei að koma þar aptur. Til eldsnevtis nota íslendingar

r r

mó, birkihrís, þurkuð fiskbein, þang og þurra mykju. A
Is-landi er æt þangtegund, sem heitir söl, ef sölin eru þurkuð
og geymd í 8—10 vikur. þá smitar út úr þeim hvítt efni líkt
sykri. Sumstaðar á íslandi geta mýs ekki þrifizt, sérstaklega
i Grímsey, ef mold er flutt þaðan i land. verkar hún á mýs
eins og kröptugasta völskueitur.1 I Grímsey eru aðeins tveir
hrafnar, ef aðrir hrafnar koma þar, reka þessir krummar þá
burtu; hestar geta heldur ekki lifað þar, því þeir ærast og
hlaupa fram af björgunum; þar er lika fuglabjarg, sem enginn
getur sigið i, þvi bjargbúar skera sundur vaðinn eða æra
sigamanninn. Fé sitt reka íslendingar á afrétti á sumrum,
en 15. ágúst reka þeir það heim aptur, þvi ef það dregst að

r

reka heim féð. þá drepst það eða limlestist. A kongsjörðinni
Elliða2 má aldrei loka fjárhúsum, þvi annars drepst fénaður-

/ r

inn. A Islandi er vatn, sem er á bragðið eins og öl, af
sumum vötnum þar er aptur álúnsbragö. Hverum lýsir Wolf
líkt og Saxó, segir hann að mjög hollt sé að baða sig í
ís-lenzkum laugum, það hreinsi af mönnum útslátt og veiti
mönnum væran svefn; flestar laugar eru kringum Reykholt,
og þar er jörðin græn vetur og sumar. I hinum heitu
upp-sprettum breytist vatnið svo i stormum og illviðrum, aö það
verður alveg kalt á botninum, en er þó á yfirborðinu
sjóð-andi heitt. Þegar hveravatn er flutt burt úr hverunum og
kólnar, verður það miklu kaldara en annað vatn. A íslandi
eru einnig uppsprettur, sem eru ískaldar á sumrum, en volgar
á vetrum.3 Heitar uppsprettur eru þar ekki aðeins á landi
heldur og i sjó, í djúpum fjörðum og vikum, t. d. í Hvalfirði;
smáfiskar, sem veiðast á öngla þar í kring, eru hvítir á
ugg-unum, eins og þeir væru soðnir. Fyrir austan eru vötn, sem

’) þessi þjóðsaga er ennþá til á Islandi, ekki aðeins um mold úr
Grímsey, heldur lika um mold úr Málmey í Skagaíirði og fleiri eyjum.
Sbr. enn fremur P. Resenii Descriptio Islandiæ, hdr, J. S. 38. fol., bls.
24, og Th. Thorlacii Dissertatio de Islandia 1666.

2) Hvort hér er átt við Elliðavatn eða Elliða i Staðarsveit, veit
eg ekki.

3) Hér er átt við kaldavermsl. þetta er enn víða alþýðutrú. en
upp-sprettur þessar eru raunar jafnheitar bæði sumar og vetur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free