- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
205

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

205

engan óhag af því, þeir ná sér fullkomlega niður á
skipta-vinum sinum, þegar þeir kaupa vörur þeirra.

Það er sjaldgæft á Islandi, að 3 eða 4 hús standi saman,
optast eru þau einstök eða tvö standa saman, hvert af húsum
þessum skiptist aptur í mörg herbergi og peningshús, og búa
opt 50 í öðru og 100, 150 eða jafnvel 200 manns í hinu. Hús
þessi eru vanalega neðanjarðar og þakin torfi með blómlegum
grasvexti, á þakinu getur hver sem vill fengið sér dúr, og
af því fæst ágætis hey. Að innan eru húsin rúmgóð, og
þegar íbúafjöldinn vex, stækka þeir þau, svo nægilegt rúm
sé fyrir alla. íslendingar byggja hús sin niðri i jörðunni, af
þvi þar er svo mikil timburekla, og þó nóg sé af grjóti, þá
vantar kalk og leir til þess að binda steinana. Auk þess
hlífa þessi hús íbúunum bezt í hörðum vetrum og gegn
hvassviðrum, sem í þessu landi eru svo áköf, að ekkert stenzt
við, og gera veðrin þvi mikið tjón. Sá sem verður fyrir
sliku ofsaveðri úti á rúmsjó eða á fjöröum, getur á engan
hátt bjargazt til lands, bátar, skip og menn tætast í sundur
í smáagnir; veður þessi eru og mjög hættuleg fyrir stór skip,
þó þau liggi fyrir stórum akkerum; á landi eru veðrin lika
opt svo mikil, að þau jarðvarpa mönnum og hestum.

Orð ritningarinnar »i sveita þíns andlitis skaltu þins
brauðs neyta«, er ekki hægt að heimfæra uppá Islendinga
eptir bókstafnum, því þeir smakka aldrei brauð; þar í landi
er hvorki til brauð, salt, timbur, öl, vín, aldini eða
garð-ávextir, og þó eru Islendingar ánægðir með kjör sín og lofa
mjög landið, svo þeir segja að Island sé bezta land undir
sólunni. Ef ástæður Islendinga eru skoðaðar með athygli,
þá sést líka, að þær eru alls ekki svo bágar, sem margir
skyldu ætla; Islendingar hafa ýms hlunnindi fram yfir aðra
menn, og það helzt, að loptslagið er þar miklu heilnæmara
en annars staðar, og þessvegna eru margir sjúkdómar, sem
eru algengir annars staðar, t. d. hitasóttir, »podagra« og pest,
ókunnar þar í landi; Islendingar verða því gamlir, ekki allfáir
verða 150 ára og sumir jafnvel, eptir þvi sem sagt er, 200
ára. Þó Islendingar séu litlir vexti, þá eru þeir þó sterkir,
fljótir og fimir. Af því þeir eru svo smávaxnir, þá verða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0217.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free