- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
293

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

293

úr Þingvallavatni það mikla vatnsfall Sog. er sitt nafn tekur

af þess súg eður höstugu venslu fyrir hliðartaglið. Anno

1632 þornaði þetta Sog upp, svo silungar voru á þurru úr

því teknir. Þegar nú þetta Sog linar sinn straum, strekkir

það sig út í eitt ei alllítið vatn, er nefnist Ulfljótsvatn, sem

með siiungi er jafnan; dráttarnet með bát brúkast þar á

sumrum; upp úr því vatni, þá vorar að, rekur í kringum það

hrönn með smápunga, hvar úr menn hyggja það koma,

er við nefnt vatn á sumrum, þá hitar og vætu-hæg veðrátt

gengur, er svo þykkt í loptinu, að varla sést til sólar i heið-

riku veðri«. Því næst lýsir höf. Soginu og Ölvesá niðureptir

vel og greinilega: meðal annars segir hann söguna um Jóru,

er stiklaði yfir Ölvesá hjá Selfossi, trylltist og hljóp i
Jóru-/ /

tind1. A öllum ferjustöðum í Arnessýslu var þá ferjutollur,

ein alin fyrir mann og hest til og frá, sama gjald undir hvern

klyfjaðan hest, en þegar kúgiidi var flutt, þá var fimm álna ferju-

tollur fyrir það. íbúar í Ölveshrepp voru 1703 alls 707 menn

og af þeim 31 fátækir umferðamenn. Lausafjártíundir allar

voru 5 hundruð hundraða og 78 hundruð betur. Að lokum

set eg hér lýsingu Hálfdáns Jónssonar á hverum hjá Reykj-

um, því hún er að mörgu merkileg:

»Fyrir vestan Reykjafoss kailast Hveragerði; í þvi plássi

eru margir hverir, sumir með mikiu djúpi og þó vellandi.

Einn þessara liggur hér um einn faðm frá almenningsvegin-

um. er liggur vestur Hellisheiði, og er með bergi að austan-

verðu, en sandmel annars staðar, hér vió tveggja álna hátt að

vatni, nær því kringlóttur og víður sem lítiö hús, hann er

vellandi með smásuóu, en ei stórkostlegri, mjög djúpur og

/

dimmur að sjá. A hér téðu hverkeri hafa skilrikir og
sann-orðir menn, (hverir enn nú eru á lífi og sumir sálaðir), séð,
þá veginn hafa ferðazt, tvo fugla synda, að vexti sem litlar
andir með kolsvörtum lit og hvítum baugum eður svosem
hringum kringum augun; þá þessir fugiar hafa um lítinn
tima synt á hvernum, hafa þeir sér í vatnið stungið og svo

’) Sbr. Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur I., bls. 182 — 184.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0305.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free