- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
295

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

295

verður hún með langsemi að steini eður hörðum mó, þó með
sama formi og hluturinn, þangað lagður er í fyrstu. Sumir
smáhverir eru og þeir, sem spj’ta deigulmó svo þykkum sem
graut. Hveravatn, þrálega drukkið, meina menn sé þeim
mönnum gott, er brjóstveikir eru«.

Ritgjörð ein1, sem enn er til i handriti: »Um heiðar

r

og vegu á Islandi«, hefrr líklega verið samin fyrir eða um
miðja 18. öld; nafn höfundarins þekkjum vér ekki. Fyrst er
í ritgjörð þessari talað um Kjalveg, hann er talinn 3
þing-rnannaleiðir bæja á milli, góður yfrrferðar og víða grösugur,
þar eru viða fjallagrös, er fólk sækir að sunnan og norðan
sér til bjargar, og liggur þar við tjöld vikum saman. Ekkert
veit höf. markvert á þessum vegi, nema Grettishelli;
veiði-vötn eru þar allskammt frá, er Grettir hefrr getað haft fæðu
úr, því ekki veróur náð til byggða, hellirinn er svosem mitt á
milli þeirra. Hellirinn hefrr verið geysistór, liklega 20 faðmar
á lengd, en 7 á breidd, en hæð hans vita menn ógjörla, því
sandur mikill er inn í hann fokinn, svo menn verða að
skriða inn i hann á knjánum; en þegar inn er komið, er
hann þó í syðri endanum meir en mannshæð, en i
norður-endann fara menn ekki, þar sést til litils rnunna út úr
norð-urenda dyrunum, þvi sandur er i fokinn. Höf. talar því
næst um beinakerlingu, sem þar er, og segir fra siðum þeim,
sem menn í þá daga höfðu, er þeir kornu að beinakerlingu,
og hæfir eigi að geta þeirra hér. Því næst talar höf. um

r

Sand, sem er jafnlangur, en miklu grasminni. A þeim vegi
er Grettistak, það er feiknarbjarg, stendur á 3 steinum og er
svo stórt, að 20 menn mundu eigi geta hreift það, þó er
sagt, að Grettir hafr einn lypt þvi. Annar steinn á þessum

’) Umm heiðar ok vegu nokkra á íslandi (á íslenzku og latínu).
Ny kgl. Samling, nr. 1678-4° (42 bls.). Ritgjörð þessi er skrifuð aptan
við rit Páls Vídalíns, um eyktamörk, og með sömu hendi, en hún getur
þó varla verið eptir Pál. f>ess er þar meðal annars getið, að Jón
sýslumaður Pálsson Vidalín hafi orðið úti á Hjaltadalsheiði 1738(!), en
það ártal er skakkt, Jón Pálsson varð úti 12. október 1726. en faðir
hans dó 9 mánuðum seinna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0307.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free