- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
310

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

310

grepti. Stærstu hverir á íslandi segir hann séu þrír, Geysir,
Reykjahver í Olvesi og Uxahver, sem hann segir, sé á Kili,
og blandar saman við Hveravelli; henn getur og um
hvera-fugla. Höf. nefnir og þurraböðin hjá Reykjahlíð og
Þjórs-árholti.

Jón Þorkelsson lýsir stuttlega landslagi á íslandi og
fjöll-um, helztu eldfjöll segir hann séu Hekla, Krafla, Leirhnúkur

r

og Hliðarnámur. A Norðurlandi koma sjaldan jarðskjálptar, og
segir höf., að þegar þeir komi, standi þeir ekki lengur yfir

r

en hálfa klukkustund. A Suðurlandi eru jarðskjálptar mjög
tiðir og gera stórtjón, eins og t. d. jarðskjálptinn 1734, þá

r

hröpuðu margir bæir í Arness- og Rangárvallasýslum,
kvik-fénaður dó undir húsum, en aðeins örfáir menn. Höf. hefir
litla trú á því, að nytsamír málmar séu svo miklir á íslandi.
að það borgi sig að vinna þá1; hann talar og um
brennisteins-námur og segir, að almenningur hafi þá trú, að brennisteinn
drepi silunga i vötnum, og því hafi silungsveiðin horfið um
tima, er hraunin runnu i Mývatn, sökum þess, að í þeim hafi
verið brennisteinn. Ennfremur telur höf. hinar helztu eyjar
við strendur Islands, og segir dálitið frá hverri; hann telur

r

einnig hin helztu alidýr og önnur ferfætt dýr á Islandi. Um
hest-ana segir hann, að þeir séu stærstir á Norðurlandi, minni i
Borgarfirði og minnstir á Rangárvöllum. Skógar og akrar,
sem fyrrum voru á Islandi, hafa eyðzt, bæði af náttúrunnar
völdum og af vanrækslu íbúanna. Korn það, sem fæst af
melgresinu i Landbroti og Meðallandi, segir höf., að menn
noti í grauta og brauð, mikió þurfi að hafa fyrir því, áður en
það sé brúkað, og segir hann, að þeir, sem séu því vanir,
geti borðað það, einkum ef útlent mél sé saman við, en ekki

’) í handriti einu í Kalls safni, nr. 270 fol., er dönsk útlegging
af nokkrum hluta af riti einu eptir Jón lærða, og er þar talað um
málma á Islandi; þar er athugasemd aptan við eptir Jón þorkelsson.
svo hljóðandi: »De mineris et metallis in Islandia et olim et nunc
dubitatum est, an scilicet dentur. sive an tanta eorum copia sit, ut
operam ulterius de his inquirendi efflagitet aut aliquo modo
repen-dant expensas. De hac quæstione ipsi inter se non conveniunt Islandi,
quum sint ex iis nominis non obscuri, qui negent, aliis affirmantibus«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free