- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
332

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

332

með greind og skynsemi, þó hún sé nokkuð sundurlaus, af
því bókin er deilurit. Litlu siðar byr.jar nýtt timabii, er
Eggert Ólafsson kemur til sögunnar.

Rétt fyrir aldamótin kom til íslands hollenzkur
skip-stjóri, sem hét C. G. Zorgdrager, hann hefir ritað stóra bók
um hvalaveiðar í Norðurhöfum,1 og í henni er alllangur
kafli um ísland. Mestur hluti þessarar Islandslýsingar er
þvi nær orðrétt útlegging úr riti Isaac’s Peyrére, en þar eru
þó kaflar innan um eptir Zorgdrager sjálfan, og lýsir hann þar
ýmsu, sem hann hefir séð á íslandi, Arið 1699 segist
Zorgdrager hafa komið á höfnina Goeswyk2 á Islandi, þar
hitti hann danskan kaupmann og fóru þeir við fimmta mann
skemmtiferð til hvera þar í nánd. Þegar þeir höfðu farið
þrjár mílur, komu þeir að hverunum, þeir eru undir brattri
fjallshlíð; hinn nyrðsti var stærstur og sauð mjög 1 honum,
hann var kringlóttur og miklu stærri en grútarpottur, í
kringum hann voru margir aðrir smærri hverir, vatnió frá
hverunum safnast í dálitinn læk, allir voru þeir svo heitir,
að menn brenndu sig, ef þeir ráku fingur niður i þá; vatnið
var betra á smekkinn en bergvatnið í kring, en þó var

Eg hefi haft fyrir mér þýzka útgáfu af þessari bók: C. G.
Zorg-dragers alte und neue grönlándische Fischerei und Wallfischfang. mit
einer kurzen historischen Beschreibung von Grönland, Island,
Spitz-bergen, Nova Zembla. Jan Mayen Eiland. der Strasse Davis u. a.,
aus-gefertiget durch Abraham Moubach. Zu Ende ist allhier beigefúget
eine summarische Nachricht von dem Bakkeljau- und Stockfischfang
bei Terreneuf. Aus dem Hollándischen úbersetzet und mit accuraten
Kupfern und Land-Charten gezieret. Leipzig 1723-4°. í>ar er í 1. Theil um
ísland, kap. 7 — 11, bls. 68—110. VII, Islands Lánge und Grösse,
Erfinder und Beschaffenheit derselben Insul. VIII, Von dem Handel
der Islánder, und wie sie den Wind verkaufen. IX, Von der alten
Ein-theilung und Regierung Islandes, item, wenn und wie das Christenthum
eingefúhret worden. X, Von der Islánder ehmaliger See-Macht u. a.,
item, wer Island vor alters mit Volk besetzet etc. XI, Verschiedene
Meynungen von der Besetzung Islandes. Framan við 7. kap. er
upp-dráttur íslands, liklega grundvallaður á korti Guðbrandar þorlákssonar;
margt er þar bjagað. bæði lögun strandanna og nöfnin, þó er
linatt-staða landsins, hvað norðlæga breidd snertir. rétt.

-) Goeswyk á líklega að vera sama sem Húsavík. og hverirnir eru
þá Uxahver og uppspretturnar i kring (sbr. kortið, sem fylgir bókinni).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0344.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free