- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
22

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22

Arið 1750 voru þeir Eggert og Bjarni fengnir til þess að
gjöra skrá yfir bækur á bókasafni háskólans eptir beiðni
Möllmanns (1702—1778) háskólakennara, leystu þeir það verk
svo vel af hendi, að þeir unnu sér hylli hans, svo hann var
þeim jafnan innanhandar eptir það. Vorið eptir voru þeir
Eggert og Bjarni sendir til Islands til þess að safna gömlum
bókum. en áttu jafnframt að safna grösum, djrum og
stein-um. Til ferðar þessarar fengu þeir félagar styrk af sjóði

r

Arna Magnússonar og héldu honum í nokkur ár1. Hinn 18.
maí 1750 fóru þeir félagar í fyrsta sinn til Islands og lentu í
Vestmanneyjum 13. juní, dvöldu þar tvo daga, en fóru svo
upp í Landeyjar og að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, svo að
Hlíðarenda og austur undir Eyjafjöll, þá yfir Rángárvelli og
uppá Heklu hinn 20. juní. Þótti það hin mesta frægðarför,
því allir voru í þá daga smeykir við Heklu og hugðu þar

’) Jón Marteinsson var mjög reiður út af þessari brúkun á sjóði
Árna Magnússonar og segir í einu bréfi sínu: »Samme Stipendii
Midler, som ellers til den islandske Histories og Sprogets Cultivation i
Fölge sin Fundatoris sidste Vilje lier ved Universitetet bör nydes og
uforanderlig meriteres, bruges nu til at gjöre med Lystrejser paa
Is-land for at lede der i Asken og finde slet intet«. Nordisk Tidskrift for
Oldkyndigked III. bls. 146. Enn þá argari er Jón Marteinsson á öðrum
stað í ritgjörð um handrit af Sturlungu (dags. 2. jan. 1755), þar kvartar
hann undan því að fé vanti til að gefa út sögur." >siden antiquitatum
stipendia toges fra Universitetet, hvor de dog bör med rette bruges, og
anvendes paa at gjöre Lystrejser til Island for at henle derfra det
for-bandede Vand af Ölkilderne. gjöre computum naturalem overRypeæggene,
plukke den rare Fjældentian til Præservativ for Stöilbönderne(l), at de
ei skal kunne döe ved og formedelst den udi Naturens Fordærvelse
fastsatte Död, samt at opdage de rareste Ædelstene, Guld, Sölv og andre
in cerebro mendacum mendicorum iisque perperam et sceptice
credul-orum uforlignelige pretiosa Islandiæ etc.«. Suhm’s Nye Samlinger til
den danske Historie IV. 2, bls. 45—46. í ritgerð þessari eru margir
aðrir skrítnir og hjákátlegir sleggjudómar. Svipaðar hafa víst verið
skoð-anir sumra annara uppi á íslandi, Jón Ólafsson frá Grunnavík getur
þess : »1752. þeir þangað innsendu Landphysici, de Messieurs Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson voru í Þingeyjarsýslu staddir circa 9.
Sept-ember og þótti þar einum nafnkendum og skynugum embættismanni
þeirra observationes mundu landinu að litlu gagni koma í framtíðinni*.
Hdrs. J. S. nr. 472-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free