- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
30

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

30

Eggert Ólafsson kvartar undan því,1 hve seint þeir vanalega
hafi komizt á stað af því illa var ært og hestar voru ákaflega
magrir fram á sumar. Þeir félagar fóru nú um Þingvöll að
Skálholti og þaðan austur að Odda, svo inn Fljótshlíð að
Grænafjalli og skoðuðu hveri í Torfajökli. Hinn 17. október
haustinu áður hófst Kötlugos með miklu öskufalli og
jökul-hlaupum, hélzt gosið til ársloka og var ei alveg kulnað að
öllu fyrr en um haustið 1756. Þeir Eggert vildu gjarnan
kynna sér afstöðu eldgjáarinnar og skygnast um fleira þar á
jöklinum, riðu þeir því á Mýrdalsjökul 28. ágúst, komust
all-langt suður á jökul, en urðu fyrir þoku og fjúki og urðu að
snúa við svo búið aptur2. Riðu þeir síðan um Mælifellssand
austur til Skaptártungu og svo austur Siöu til Fljótshverfis,
mældu þeir hæð Lómagnúps, skoðuðu jökla og jökulár og
áhrif þau, er öskufalliö hafði haft á héruðin; riðu þeir síðan
yfir Skeiðarársand til Oræfa, skoðuðu menjar jökulhlaupsins
1727 og því næst Breiðamerkurjökul og jöklana í Hornafirði
og hefir Eggert ritað mjög fróðlega lýsing á þessu öllu saman.
Héldu þeir síðan vanalega leið austur að Eydölum í Breiðdal,
sneru þar við og fóru sömu leið til baka, en nú fóru þeir
fyrir sunnan Kötlu um Mýrdalssand og var þar mjög örðugt
yfir-ferðar um jökulhrannir þær óbráðnar, sem Katla hafði spýtt
yfir sandinn; svo héldu þeir beina leið til Eyrarbakka og
komu i Viðey 20. október. Eggert fór síðan snöggva ferð
vestur, en veturinn eptir dvöldu þeir félagar báðir í Viðey,
hafði Bjarni þá ærinn starfa, því ótal sjúklingar leituðu hans,

’) Rejse gjennem Island I, l)ls. 79.

’’) Rejse gjennem Island II, bls. 768—770. Litlu áður orti Eggert
kvæðið »Kötlugylling« og talar þar um ferðir þeirra á fjöll og jökla og
hrakspár manna, sem að engu hafi orðið; þar segir hann og ýmsar
sagnir um Kötlu. Kvæði. bls. 200. Þeir Eggert og Bjarni lýstu
ná-kvæmlega jarðskjálftunum á Norðurlandi 1755 og Kötlugosinu sama ár
og er lýsing þessi prentuð: »Beskrivelse over det i Island den 11.
Sept. 1755 paakomne Jordskiælv. og den derpaa, den 17. Octobr. samme
Aar, fulgte Ilds Udbrydelse af den forbrændte Bierg-Klöfte Katlegiaa udi
Iis Bierget Myrdals Jökel; efter de sammesteds observerende Studenteres
indsendte Beretninger«. (Videnskabernes Selskabs Skrifter VII. Deel.
Kbhavn 1758, bls. 185-196).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free