Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
38
eldrar hans, systir og mágur og bærinn aö öllu fyrirmynd.
Eggert hefir auðsjáanlega haft yndi af að taka þátt í
rækt-unartilraunum síra Björns, enda voru þeir mjög samrýmdir,
sömu skoðunar á almennum málum, skildu hvor annan og
virtu hvor annan að verðleikum1. Sumarið 1762 var Eggert
boðinn í brúðkaup Bjarna Pálssonar og Rannveigar
Skúla-dóttur, sem haldið var í Viðey, en gat ei komið og sendi
Bjarna kvæðið »Sigurdrífumál hin nýju«2.
Það sést á ýmsu að Eggert hefir tekið sér nærri öfund
og róg landa sinna i Höfn, þó hann léti lítið á því bera.
Haustið sama, sem hann kemur til íslands (1760) skrifar hann
Jóni Olafssyni frá Grunnavik: »Vel uni eg mér á íslandi og
ei í nokkur ár betur en nú, en hvað ormabaninn (veturinn)
gjörir við mig veit eg eigi; hitt syrgi eg eigi, þó ei sé nálægur
löndum minum í Höfn næstkomandi vetur«3. Hverjir það
hafi helzt verið, sem reyndu að spilla fyrir Eggerti, vitum vér
eigi, en loks tókst þeim að gjöra honum mein. Veturinn 1763
—64 hafði einhver landi borið þann róg fyrir vísindafélagið
og stjórnarráðið, að Eggert svikist um verk það sem honum
Sbr. hdrs. J. S. nr. 95, fol., Lbs. nr. 202, fol. og hdr. J. S. 472-4°. í
bréfum þessum er margt merkilegt um ræktunartilraunirnar í
Sauð-lauksdal, um árferði o. fl. Sbr. porv. Thoroddscn: Ferðasaga af
Vest-fjörðum (Andvari XIII, bls. 115—116).
’) Hin fögru tileinkunarorð fyrir Búnaðarbálkí, sem Eggert ritaði
um síra. Björn 1764, sýna hve mikla virðingu hann bar fyrir
tengda-bróður sínum (Ármann á alþingi I. bls. 115—118). Hið merkilega kvæði
>Búnaðarbálkur«. sem íslendingar enn hefðu gott af að kynna sér, er
prentað sérstaklega í Hrappsey 1783, 8vo, í Ármanni á alþingi I, bls.
115—172 og í Kvæðum Eggerts Ólafssonar 1832, bls. 9—50. Finnur
Magnússon hefir þýtt Búnaðarbálk á dönsku: Det islandske Landlevnet.
Læredigt i 3 Sange (Skandinavisk Museum 1803 I, bls. 171—210;
Poéstion hefir þýtt kafla á þýzku í Islánd. Dichter. bls. 257—264.
2) Kvæði Eggerts bls. 179—181.
3) Andvari I, bls. 173. Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifar er Eggert
fer heim 1760 í syrpu sína: »Skaði er skuli hans hér við missa, því
hann er að hugviti, lærdómi og manndygðum flestum sínum löndum
framar merkilegur og er vænlegur til góðrar gagnsemdar. Hann hefir
og eigi látið mig verða af því hlutlausan né hans góðu bræður, þeir
báðir Jónar og Magnús eins*. Hdrs. J. S. 472-4°.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>